Posted on 1 Sep, 2017

ÆFING FYRIR TÓNLEIKA FRIÐRIKS DÓRS Í HÖRPU 9. SEPTEMBER

Nemendur hafa beðið í ofvæni eftir að fá að stíga á stokk með Friðriki Dór í Eldborg í Hörpu 9. september. Í atriðinu fá að taka þátt allir þeir nemendur sem mættu á sumarhátíðina okkar í júní. Dansararnir koma fram á barna- og fjölskyldutónleikum Friðriks Dórs sem hefjast kl. 16.

Æfing verður haldin þriðjudaginn 5. september í Sporthúsinu kl. 18:00. Allir þeir nemendur sem mættu á sumarhátíðina og hyggjast taka þátt í atriðinu þurfa að senda póst á birna@dansskolibb.is til þess að staðfesta komu sína.

 

 

Við hlökkum til að sjá ykkur – fyrst á æfingu þann 5. september í Sporthúsinu og aftur þann 9. september í Hörpu.

 

Kauptu miða á tónleikana hér!

 

Fylgstu með okkur og undirbúningi fyrir tónleikana á Facebook, Instagram og Snapchat undir notendanafninu dansskolibb.