Settu bendilinn yfir myndirnar til að lesa nánar um flottu kennarana okkar.

Ásta Bærings


Gestakennari veturinn '14-'15. Ásta hóf dansnám við Danslistarskóla JSB einungis fimm ára gömul og lauk dansaradiplómu árið 2001. Ásta stofnaði DansKompaní sem er afar vel metinn dansskóli í Reykjanesbæ. Auk þessa kenndi hún hjá JSB frá 1999, var með eigin námskeið frá árinu 2002 og gestakennari víðsvegar. Ásta hefur starfað sem dansari í leikhúsum frá fimmtán ára aldri og hefur tekið þátt í ótal söngleikjum frá þeim tíma. Auk söngleikja hefur Ásta dansað í og verið danshöfundur í ótal sýningum, myndböndum, auglýsingum ofl.

Birna Björnsdóttir


Birna hefur unnið sem danshöfundur árum saman og sett upp fjölda sýninga ásamt því að vera danshöfundur í fjölda vinsælla söngleikja. Þar má nefna Grease, Gosa og Kalla á þakinu í Borgarleikhúsinu, Fame, og uppfærslu Þjóðleikhússins á Ástin er diskó, lífið er pönk og Kardemommubæinn. 10 söngleiki fyrir Verslunarskóla Íslands. Birna hefur einnig verið choreographer fyrir Eurovisonfara árum saman og hefur unnið mikið við auglýsinga- og myndbandagerð og komið að ótal sjónvarpsþáttum eins og Áramótaskuap, spaugstofan, stundin okkar, Stelpurnar, 70 mínútur, ofl. Þá er ótalin vinna hennar við Latabæjarþáttanna til 10 ára. Birna hefur einnig séð um sviðshreyfingar fyrir marga stórtónleika í Hörpu.

Elísabet Inga Sigurðardóttir


Elisabet byrjaði að æfa fimleika á hennar yngri árum. Skipti síðan yfir í ballett og stundaði klassískan ballet í Listdansskóla Íslands og jazzballett hjá Dansskóla Birnu Björns. Elisabet byrjaði að kenna dans hjá Sönglist í Borgarleikhúsnu árið 2010 og hjá Dansskóla Birnu Björns árið 2012. Hún tók þátt í sýningu Listanefndar Verzlunarskólans í fyrra og setur aðra sýningu upp nú í ár. Elisabet hefur tekið þátt í danssýningum hjá dansskólanum, ýmsum skemmtunum, Latabæjarhátíðinni í höllinni, Jólagestum Björgvins ofl.

Eva Dögg Ingimarsdóttir


Eva byrjaði að æfa dans 9 ára gömul hjá Birnu Björns. Dansinn varð strax aðaláhugamál hennar og eyddi hún mörgum stundum í að semja og taka þátt í keppnum með góðum árangri. Ásamt því að kenna dans hefur hún tekið þátt í ýmsum dansuppfærslum og ber þar helst að nefna sigurlag Eurovision '08, George Michael á Broadway '07-'08, Ástin er diskó, lífið er pönk '08, Latibær í Laugardalshöll '09, Bollywood sýningu, '11 (Ísland,Svíþjóð, Frakkland), Saga Eurovision '13 og Bat Out Of Hell '14. Eva fór m.a. til Los Angeles ásamt öðrum danskennurum skólans til að auka við þekkingu sína.

Guðfinna Björnsdóttir


Guðfinna eða Guffa eins og hún er oftast kölluð hefur kennt dans frá 17 ára aldri. Bakgrunnur hennar kemur úr jazzdansi, fimleikum, ballett og samkvæmisdansi. Sjálf hefur hún dansað í atvinnuleiksýningum og öðrum verkefnum á sviði sem og á filmu. Guffa hefur unnið sem danshöfundur í mörgum söngleikjum og sýningum. Þar má nefna Grease, Gosa og Kalla á þakinu í Borgarleikhúsinu, Fame, og uppfærslu Þjóðleikhússins á Ástin er diskó, lífið er pönk og Kardemommubæinn. fjölda söngleikja fyrir Verslunarskóla Íslands. Utan leiksviðsins má nefna verkefni hjá Latabæ, Eurovision, auglýsingar o.fl.

Heiða Björk Ingimarsdóttir


Heiða byrjaði að æfa dans 11 ára gömul í dansskóla Birnu. Dansinn greip hana strax og varð hún fimmfaldur Íslandsmeistari í freestyle dansi. Hún byrjaði að kenna dans 17 ára gömul. Ásamt því að kenna dans hefur hún tekið þátt í ýmsum dansuppfærslum t.d.: sigurlag Eurovision '08, George Michael sýningu á Broadway '07-'08, Ástin er diskó, lífið er pönk '08, Óliver '09, Bollywood sýningu Yesmine '10 og '11, Saga Eurovision '13 og Latabæjarverkefni. Heiða hefur farið á þónokkur dansnámskeið erlendis en einnig ferðaðist hún til Svíþjóðar og Frakklands að sýna bollywood dans.

Ingibjörg Edda Snorradóttir


Ingibjörg byrjaði í fimleikum aðeins 4 ára gömul og æfði fimleika í 10 ár. Þar gekk henni best á gólfi og var það því dansinn sem varð fyrir valinu þegar fimleikaferillinn tók enda. Ingibjörg prufaði danstíma hjá dansskólanum 14 ára og fann sig þar strax á fyrstu æfingu. Haustönn 2013 hóf hún kennsluferil sinn hjá dansskólanaum og kunni vel við starfið. Hún hefur dansað í unglist, og öðrum stærri verkefnum skólans. Ingibjörg er í tölvunarfræði í Háskóla Íslands

Íris Una Ingimarsdóttir


Íris Una byrjaði að læra dans 10 ára gömul hjá Birnu Björnsdóttur og varð dans eitt helsta áhugamál hennar. Hún hefur dansað á nemendasýningum skólans, í auglýsingum og á ýmsum dansviðburðum. Íris mun hefja sína fyrstu danskennslu í haust og er hún afar spennt að takast á við það verkefni. Hún á tvær eldri systur sem báðar kenna við dansskólann.

Rakel Ýr Isaksen


Rakel Ýr á farsælan feril í dansi og æfði hún samkvæmisdansa ung að árum í mörg ár. Rakel hefur æft og kennt jazzballet í mörg árl er með kennaramenntun og mikla reynslu í kennslu yngri barna. Hún hefur starfað hjá dansskóla Birnu Björns síðan árið 2006

Sif Elíasdóttir Bachmann


Sif æfði klassískan ballet í 13 ár ásamt jassballet í 6 ár. Dansaði í nokkrum verslósöngleikjum. Sif hefur tekið þátt í ótal mörgum danssýningum bæði á sviði og í sjónvarpi. Einnig keppti hún í dansi á yngri árum. Sif er nýútskrifuð úr sálfræði úr Háskóla Íslands og er flugfreyja og frábær danskennari.

Tanja Karen Salmon


Tanja Karen æfði fimleika í 10 ár og hefur æft dans núna í tæplega 13 ár. Hefur kennt við danskólann frá 17 ára aldri. Stílarnir sem Tanja æfir og kennir eru hiphop, street, jazz, jazzfunk og modern. Tanja Karen hefur farið á þó nokkur dans-workshop hér á landi og erlendis. Árið 2012 fór hún til Los Angeles og New York og sótti þar danstíma á hverjum degi í 2 mánuði. Hún hefur dansað með sýningahóp skólans á árshátíðum, nemendasýningum, auglýsingum og á ýmis konar viðburðum.

Unnur Jóna Björgvinsdóttir


Unnur Jóna byrjaði að æfa ballett þriggja ára gömul og hefur ekki hætt að dansa síðan.Hún hefur æft jazzballet hjá Dansskóla Birnu Björns í nokkur ár. Unnur hefur dansað á fjölmörgum sýningum og viðburðum, þar á meðal Saga Eurovision í Hörpu, Áramótaskaupinu og Verzló söngleik ofl. Unnur hefur einnig farið í dansferð til London með dansskólanum þar sem hún sótti danstíma í Pineapple dansskólann á hverjum degi. Unnu hefur sótt workshop á vegum dansskólans.

Vaka Jóhannesdóttir


Vaka byrjaði dansferilinn 9 ára gömul í Dansskóla Birnu Björns og þá var ekki aftur snúið. Hún hóf störf sem kennari í dansskólanum á vorönn 2010. Vaka hefur tekið þátt í ýmsum sýningum og dansverkefnum. Sem dæmi má nefna leikritin Gosa í Borgarleikhúsinu, Kardemommubæinn í Þjóðleikhúsinu, Meat Loaf tónleika í Hörpu, auk fjölda árshátíða og skemmtana.

Þórey Birgisdóttir


Þórey Hefur lært jazzballet og ballet árum saman hog hefur tekið bæði námskeið erlendis og hér heima. dansað í mary poppins, dísu ljósálf, galdrakarlinum í oz og svo núna í latabæ,. Keppti í dansdansdans og dansaði í undankeppni eurovision.