Settu bendilinn yfir myndirnar til að lesa nánar um flottu kennarana okkar.

Auður Bergdís Snorradóttir

Auður Bergdís Snorradóttir er með mastersgráðu í sviðslistum frá hinum virta skóla Royal Academy of Dramatic Art í London. Hún hefur kennt dans, söng og leiklist í fjölda skóla um allan heim með frábærum árangri. Auður hefur kennt tæknitíma hjá Dansskóla Birnu Björns í nokkur ár við góðar undirtektir. Auk kennslunnar hefur hún samið dansa fyrir menntaskólaleikrit, sjónvarp og fleira. Uppáhaldsdanstegund Auðar er lyrical og jazz.
Auður kennir: Tæknitíma í Kópavogi

Anita Rós Þorsteinsdóttir

Anita Rós hefur æft dans í 15 ár og ballett í 6 ár. Meðal verkefna sem Anita hefur unnið sem dansari í Latabæ, í sýningunni Saga Eurovision í Hörpu og með Eurobandinu. Einnig hefur hún leikið og dansað í Kardemommubænum á sviði Þjóðleikhússins og tekið að sér verkefni með Leikhópnum Lottu. Nú er hún að kóreógrafa söngleikinn Hairspray í MK og taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins sem bakrödd og dansari. Einnig mun hún kóreógrafa og dansa á ABBA showi árið 2018.
Anita kennir: Tæknitíma í Garðabæ

Birna Björnsdóttir

Birna hefur unnið sem danshöfundur árum saman og sett upp fjölda sýninga ásamt því að vera danshöfundur í fjölda vinsælla söngleikja. Þar má nefna Grease, Gosa og Kalla á þakinu í Borgarleikhúsinu, Fame, og uppfærslu Þjóðleikhússins á Ástin er diskó, lífið er pönk og Kardemommubæinn. 10 söngleiki fyrir Verslunarskóla Íslands. Birna hefur einnig verið choreographer fyrir Eurovisonfara árum saman og hefur unnið mikið við auglýsinga- og myndbandagerð og komið að ótal sjónvarpsþáttum eins og Áramótaskuap, spaugstofan, stundin okkar, Stelpurnar, 70 mínútur, ofl. Þá er ótalin vinna hennar við Latabæjarþáttanna til 10 ára. Birna hefur einnig séð um sviðshreyfingar fyrir marga stórtónleika í Hörpu.
Birna kennir: 6-8 ára og 9-11 ára í Garðabæ

Dóra Jóna Aðalsteinsdóttir

Dóra Jóna Aðalsteinsdóttir hefur æft dans í Dansskóla Birnu Björs frá 8 ára aldri. Dans er hennar helsta áhugamál, auk þess að ferðast. Samhliða dansinum stundar Dóra nám við Versluarskóla Íslands og útskrifast í vor. Hún hefur tekið þátt í fjölda viðburða á vegum Dansskóla Birnu Björns, dansað á árshátíðum o.fl.
Dóra kennir: 12-14 ára í Kópavogi

Eva Dögg Ingimarsdóttir

Eva Dögg Ingimarsdóttir byrjaði að æfa dans 9 ára gömul hjá Dansskóla Birnu Björns og hóf kennslu 19 ára gömul. Eva Dögg hefur tekið þátt í ýmsum dansuppfæslum og ber þar helst að nefna: sigurlag Eurovision 2008, George Michael á Broadway 2007-2008, Ástin er diskó, lífið er pönk 2008, Latibær í Laugardalshöll 2009, Bollywood sýningar, Saga Eurovision 2013, Bat Out Of Hell 2014 og Halloween Horror Show 2017. Stærsta dansverkefni sem Eva Dögg hefur tekið að sér var þegar hún var danshöfundur og dansari á tónleikum Friðrik Dórs í Hörpu 2017. Einnig hefur hún ferðast til London og Los Angeles, til að sækja danstíma hjá heimsfrægum atvinnudönsurum. Helstu dansstílar sem Eva Dögg kennir eru jazz, jazz funk og commercial.
Eva kennir: 15+ í Garðabæ og 15+ í Vesturbæ

Guðfinna Björnsdóttir

Guðfinna eða Guffa eins og hún er oftast kölluð hefur kennt dans frá 17 ára aldri. Bakgrunnur hennar kemur úr jazzdansi, fimleikum, ballett og samkvæmisdansi. Sjálf hefur hún dansað í atvinnuleiksýningum og öðrum verkefnum á sviði sem og á filmu. Guffa hefur unnið sem danshöfundur í mörgum söngleikjum og sýningum. Þar má nefna Grease, Gosa og Kalla á þakinu í Borgarleikhúsinu, Fame, og uppfærslu Þjóðleikhússins á Ástin er diskó, lífið er pönk og Kardemommubæinn. fjölda söngleikja fyrir Verslunarskóla Íslands. Utan leiksviðsins má nefna verkefni hjá Latabæ, Eurovision, auglýsingar o.fl.
Guðfinna kennir: 20+ danspúl í Kópavogi

Guðný Ósk Karlsdóttir

Guðný Ósk hóf jazzballett nám 12 ára gömul í Point Dansstudio á Akureyri og byrjaði að kenna sem aðstoðarkennari 13 ára. Hún hefur æft dans í nokkrum dansskólum víðsvegar um landið og einnig keppt í samkvæmisdönsum. Hún kenndi hjá Leik- og Dansstudio Alice á Akureyri áður en hún byrjaði að kenna hjá Dansskóla Birnu Björns haustið 2015. Guðný kennir einnig við söngleikjadeildina og hefur tekið þátt ýmsum í söngleikjum frá unga aldri. Nú starfar Guðný sem danshöfundur í uppfærslu Kvennaskólans á Legally Blonde auk þess sem hún er að ljúka tónlistarnámi við Listaháskóla Íslands.
Guðný kennir: 6-8 ára í Vesturbæ, tæknitíma í Vesturbæ og 9-11 ára í Kópavogi

Heiða Björk Ingimarsdóttir

Heiða byrjaði að æfa dans 11 ára gömul í Dansskóla Birnu Björns. Dansinn greip hana strax og varð hún fimmfaldur Íslandsmeistari í freestyle dansi. Hún byrjaði að kenna dans 17 ára gömul. Ásamt því að kenna dans hefur hún tekið þátt í ýmsum dansuppfærslum t.d.: sigurlag Eurovision '08, George Michael sýningu á Broadway '07-'08, Ástin er diskó, lífið er pönk '08, Óliver '09, Bollywood sýningu Yesmine '10 og '11, Saga Eurovision '13 og Latabæjarverkefni. Heiða hefur farið á þónokkur dansnámskeið erlendis en einnig ferðaðist hún til Svíþjóðar og Frakklands að sýna bollywood dans. Árið 2017 dansaði hún á tónleikum með Friðriki Dór í Hörpu.
Heiða kennir: 9-11 ára og 12-14 ára í Vesturbæ, 11-12 ára og 13-14 ára í Garðabæ

Hildur Jakobína Tryggvadóttir

Bíbí hefur stundað dans hjá Birnu Björns síðan 8 ára aldri og keppti árlega í Freestyle keppni Tónabæjar á aldrinum 9-16 ára. Hún stundaði nám í Listdansskóla Íslands og útskrifaðist þaðan úr nútímadansi. Bíbí stundaði einnig nám í Kaupmannahöfn í sviðlistarnámi í Cispa, Copenhagen International school of Performing arts. Hún hefur starfað í Kaupmannahöfn sem leikkona og dansari hjá leikhúsinu Republique í uppsettningunni Völuspá (Vølvens Spådom) og Snædrottningunni (Snedronningen). Hún hefur einnig starfað í Þjóðleikhúsinu sem aðstoðarleikstjóri, framleiðandi og aðstoðað með hreyfingar á sviði. Bíbí lék, söng og dansaði í Buddy Holly söngleiknum, Latarbæjarsýningunni í Laugardalshöll og hefur dansað í Söngvakeppni sjónvarpsins. Árið 2017 dansaði hún á stórtónleikum Friðriks Dórs í Hörpunni, Fiskideginum mikla á Dalvík og tónleikum Bat Out Of Hell í hörpu. Uppáhaldsdansstíll hennar er commercial og jazz.
Bíbí kennir: 6-9 ára í Grafarholti og 30+ danspúl í Vesturbæ

Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm

Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm er leikkona og söngkona. Hún útskrifaðist með BA í leiklist frá Guildford School of Acting í Englandi. Frá útskrift hefur Hreindís starfað sem leikkona og leiklistarkennari bæði í London og á Íslandi og tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum bæði í leikhúsi og í kvikmyndum og sjónvarpi. Einnig hefur hún starfað sem söngkona, en hún gaf út plötuna Á góðri stund árið 2011 og hefur í tvígang keppt í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 
Hreindís kennir: Söngleikjadeild í Vesturbæ og Garðabæ

Íris María Stefánsdóttir

Íris hóf dansnám við Danslistarskóla JSB 7 ára gömul og lauk dansaradiplóma árið 2000. Hún byrjaði að kenna hjá Birnu vorið 2001 en hefur einnig kennt hjá Danslistarskóla JSB og hjá nokkrum dansskólum í Danmörku. Íris starfaði lengi vel sem dansari í leikhúsum og þá fyrst þegar hún var 14 ára þegar hún tók þátt í Evu Lunu í Borgarleikhúsinu. Frá 14 ára aldri hefur hún tekið þátt í ótal söngleikjum, þ.á.m. Grease, Footloose, Fame, Annie o.fl. Auk söngleikja hefur hún dansað í og verið danshöfundur í ótal sýningum, myndböndum, auglýsingum, sjónvarpsþáttum o.fl.
Íris kennir: 20+ danspúl í Kópavogi

Naomi Ruth Róbertsdóttir

Naomi Ruth hefur æft dans í um 11 ár. Auk þess að æfa dans hefur hún tekið þátt í uppfærslu Verslunarskóla Íslands á söngleiknum Saturday Night Fever og einnig komið fram í áramótaskaupinu sem dansari. Naomi bjó í Los Angeles í 2 ár þar sem hún sótti danstíma hjá nokkrum af frægustu og árangursríkustu commercial dönsurum heims. Þegar hún flutti heim til Íslands byrjaði Naomi sem kennari hjá Dansskóla Birnu Björns.
Naomi kennir: 13-14 ára í Garðabæ

Sif Elíasdóttir Bachmann

Sif æfði klassískan ballet í 13 ár ásamt jassballet í 6 ár og dansar enn í eldri hópum Dansskóla Birnu Björns. Sif dansaði í nokkrum uppfærslum Verslunarskóla Íslands á menntaskólaárunum og hefur tekið þátt í ótal mörgum danssýningum bæði á sviði og í sjónvarpi. Einnig keppti hún í dansi á yngri árum. Sif er úr sálfræði úr Háskóla Íslands og hefur náð frábærum árangri með danshópa sína innan dansskólans.
Sif kennir: 11-14 ára í Grafarholti

Sigurbjörg Vignisdóttir

Sigurbjörg er afleysingakennari

Steinunn Jónsdóttir

Steinunn fékk ung mikinn áhuga á dansi og hefur hann átt stóran part í hennar lífi síðan. Hún æfði lengst af hjá Dansskóla Birnu Björns og í Kramhúsinu og sótti námskeið í hinum ýmsu stílum t.a.m. afró, jazz, modern og ballet. Á menntaskólaárunum stundaði hún framhaldsnám við nútímadansbraut Listdansskóla Íslands. Á unglings árunum tók Steinunn þátt í söngleikjauppfærslum á Annie og Litlu stúlkunni með eldspíturnar. Ásamt því að vera danskennari starfar hún í dag sem tónlistarkona og kemur t.a.m. fram með hljómsveitunum Amabadama og Reykjavíkurdætur og hefur dansnámið nýst henni vel þar.
Steinunn kennir: 6-8 ára í Kópavogi

Sylvía Rut Káradóttir

​Sylvía byrjaði í fimleikum 9 ára gömul en byrjaði að æfa dans í dansskólanum Danskompaní í Keflavík 13 ára. Þar lærði hún mikla tækni í jazzballett og contemporary, stökk og floorwork. Hún æfði einnig fleiri dansstíla og hefur sótt danstíma bæði í London og New York. Sylvía byrjaði að kenna dans árið 2013 og hefur kennt krökkum á öllum aldri. Hún hefur einnig komið fram á ýmsum viðburðum, þar á meðal árshátíðum, leikritum, Ísland got talent og tekið þátt í Evrópumóti í dansi á vegum FitKid þar sem hún vann með hópi sínum til verðlauna fyrir bestu kóreógrafíu. Uppáhaldsdansstíll Sylvíu er jazzballett og contemporary/lyrical.
Sylvía kennir: 12-15 ára í Kópavogi

Unnur Jóna Björgvinsdóttir

Unnur Jóna byrjaði að æfa ballett þriggja ára gömul og hefur ekki hætt að dansa síðan. Unnur hefur dansað á fjölmörgum sýningum og viðburðum, þar á meðal Saga Eurovision í Hörpu, Áramótaskaupinu, söngleikjum Verzló o.fl. Árið 2017 kom hún fram á Fiskideginum mikla á Dalvík, stórtónleikum Friðriks Dórs í Hörpu og Halloween Horror Show í Háskólabíói. Unnur hefur einnig farið í dansferðir til Englands og sótt workshop á vegum dansskólans.
Unnur kennir: 9-12 ára í Hafnarfirði

Vaka Jóhannesdóttir

Vaka Jóhannesdóttir hóf dansferil sinn 9 ára gömul í Dansskóla Birnu Björns, og byrjaði að kenna árið 2010. Hún hefur tekið þátt í ýmsum dansverkefnum, tónleikum og leiksýningum, en þar má helst nefna barnaleikritin Gosa í Borgarleikhúsinu, Kardemommubæinn í Þjóðleikhúsinu, Latabæjarhátíð í Laugardalshöll og tónleika Bat out of Hell í Hörpu. Á árinu 2017 starfaði hún sem danshöfundur og dansari á Fiskideginum mikla á Dalvík, stórtónleikum Friðriks Dórs í Hörpu og Halloween Horror Show í Háskólabíó.
Vaka kennir: Masterclass og er afleysingakennari
 

Þórný Edda Aðalsteinsdóttir

Þórný Edda Aðalsteinsdóttir hefur stundað dans hjá Dansskóla Birnu Björns frá unga aldri. Hún hefur nú kennt hjá dansskólanum í 2 ár, bæði barna- og unglingahópum, og er afar vinsæll kennari. Hún stundar nám í Verslunarskóla Íslands og hennar helstu áhugamál utan dansins eru útivera og að vera með vinum og fjölskyldu.
Þórný kennir: 13-14 ára í Vesturbæ og er aðstoðarkennari 6-8 ára í Vesturbæ