VORÖNN HEFST 14. JANÚAR

Posted on 7 Jan, 2019

VORÖNN HEFST 14. JANÚAR

Góðan dag og gleðilegt ár!   Okkur hjá Dansskóla Birnu Björns langar að byrja á að þakka ykkur fyrir skemmtilega og viðburðaríka haustönn 2018, sem endaði með foreldratímum í dansdeild og uppsetningu á Annie og Fame í söngleikjadeild. Takk kærlega fyrir komuna, allir þeir sem lögðu leið sína á þessa viðburði.   Við hefjum vorönn 2019 mánudaginn 14. janúar en markmið okkar er að halda áfram að vaxa, stækka og skapa framúrskarandi dansara með því að bjóða upp á vandaða og skemmtilega danstíma. Að sjálfsögðu verður söngleikjadeild enn á sínum stað, undir stjórn Hreindísar Ylvu Garðarsdóttur Holm. Nemendur hennar munu sem fyrr leiða nemendasýninguna okkar áfram, sem verður haldin í Borgarleikhúsinu. Þema sýningarinnar og dagsetning hennar verður kynnt í upphafi annar.   Tæknitímar, sem hafa notið mikilla vinsælda undanfarið, verða í boði fyrir alla nemendur 11 ára og eldri, nú í Vesturbæ, Grafarholti, Kópavogi og Garðabæ. Nemendur sem æfa í Hafnarfirði eru hvattir til að sækja tæknitíma í Garðabæ. Við viljum undirstrika mikilvægi þess að sækja þessa tíma til þess að fá sem besta menntun og ná betri skilningi á undirstöðuatriðum í dansi sem skipta miklu máli í öllum dansstílum. Nemendur sem bæði eru í dansi og söngleikjadeild fá frítt í tæknitíma.   Öflugt nemendaráð okkar heldur áfram störfum, en á liðinni önn voru margar frábærar hugmyndir sem komu upp í nemendaráði framkvæmdar. Þar má nefna Masterclass í Lyrical dansi, námskeið fyrir danskeppnina þar sem nemendur lærðu að semja dans, hönnun á dansfatnaði sem fór í sölu fyrir jól og „pop-up-shops“ á fatnaðinum settar upp. Við þökkum okkar frábæru fulltrúum í nemendaráði fyrir vel önnin störf og hlökkum til að halda áfram að framkvæma ykkar hugmyndir á nýju ári.   Erlendur gestakennari er væntanlegur til okkar helgina 8.-10. febrúar og biðjum við alla nemendur að taka helgina frá. Kennarinn verður kynntur nú í janúar, nánari tímasetningar auglýstar og opnað fyrir skráningu tímanlega.   Dansferðin 2019 verður á sínum stað. Okkur hafa aldrei borist fleiri umsóknir líkt og nú og verður þeim svarað nú strax í næstu viku. Dansferðirnar okkar eru þannig uppbyggðar að nemendur sækja danstíma á hverjum degi. Á morgnana er 2-3 tíma program fyrir okkar nemendur, þar sem hópurinn sækir lokaðan tíma hjá frábærum kennurum. Á hverjum degi læra nemendur nýja dansstíla. Eftir hádegi gefst nemendum svo færi á að sækja opna tíma í þeim stíl sem þeir hafa mestan áhuga á. Þegar danstímum er lokið brallar hópurinn svo ýmislegt skemmtilegt saman, við forum á söngleik, út að borða, kíkjum í búðir og skoðum borgina. Við hlökkum mikið til að fara með flottan hóp út í næstu viku, en þessi dansferð er orðin að föstum lið hjá okkur á hverju ári.   Við hlökkum til að dansa með ykkur inn í nýja...

Sjá nánar

DANSFERÐARUMSÓKNIR

Posted on 19 Nov, 2018

DANSFERÐARUMSÓKNIR

Síðastliðin sumur höfum við hjá Dansskóla Birnu Björns farið með hóp dansara í 5 daga ferð til London. Markmið ferðarinnar er að gefa efnilegum og áhugasömum dönsurum tækifæri á að læra af reynslumiklum, erlendum kennurum, kynna fyrir þeim tækifæri í dansi erlendis og að sjálfsögðu að hrista hópinn saman og hafa gaman! Umsóknir eru opnar fyrir nemendur fædda árið 2005 eða fyrr, og umsóknarfrestur er mánudagur 3. desember. Athugið að takmarkaður fjöldi kemst í ferðina.   HVERNIG Á AÐ SÆKJA UM? 1. Hlaðið niður umsóknarskjalinu hér. 2. Fyllið það út 3. Sendið á vakajojo@gmail.com, með “Dansferð 2019” í Subject. Einnig er í lagi að afrita spurningarnar og senda beint á vakajojo@gmail.com. Við hlökkum til að fá umsóknir frá ykkur, öllum verður...

Sjá nánar

DANSFÁRIÐ 17. NÓVEMBER

Posted on 16 Nov, 2018

DANSFÁRIÐ 17. NÓVEMBER

Innanskóladanskeppni Dansskóla Birnu Björns, Dansfárið, verður haldin á morgun, laugardaginn 17. nóvember í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Keppnin byrjar kl. 12:00 fyrir aldurshóp 8-12 ára, og kl. 14:00 fyrir aldurshóp 13 ára og eldri. Aðgangseyrir er 1000 kr., en börn 7 ára og yngri fá frítt inn. Við verðum með posa á staðnum. Takmarkaður sætafjöldi er í boði svo við mælum með að mæta tímanlega.     Splunkunýr dansfatnaður og aukahlutir, hannaðir af nemendaráði, verða til sölu og nemendaráð stendur einnig fyrir veitingasölu. Við hlökkum til að sjá...

Sjá nánar

HALLOWEEN VIKA

Posted on 30 Oct, 2018

HALLOWEEN VIKA

Þessa vikuna höldum við upp á Halloween í Dansskóla Birnu Björns. Yngri nemendur, á aldrinum 6-12 ára, eru hvattir til að mæta í búning í tíma á morgun, miðvikudag 31. okt, og á fimmtudag 1. nóv. Munu þau læra sérstaka Halloween-dansa hjá kennurum. Sjáumst!

Sjá nánar

DANSFÁRIÐ

Posted on 15 Oct, 2018

DANSFÁRIÐ

Danskeppnin Dansfárið verður haldin laugardaginn 17. nóvember í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Skráning Skráning er hafin með því að senda póst á birna@dansskolibb.is, þar sem eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram: Nafn keppanda (nöfn allra keppanda þurfa að fylgja í hópaflokki) Nafn hóps fyrir hópaflokk Aldur (fæðingarár) Netfang keppanda og/eða forráðamanns   Aldursflokkar Keppt er í fjórum aldursflokkum í hópa- og einstaklingsflokki. Aldursflokkarnir eru: 8-9 ára 10-11 ára 12-14 ára 15 ára og eldri Allir í hópakeppninni þurfa að skrá hópinn með nafni, sem verður að berast í síðasta lagi daginn fyrir keppni.   Lengd atriða 8-9 ára og 10-11 ára einstaklingar: Hámark 80 sekúndur (1 mín & 20 sek). 8-9 ára og 10-11 ára hópar: Hámark 90 sekúndur (1 mín & 30 sek). 12-14 ára og 15 ára og eldri einstaklingar: Hámark 90 sekúndur (1 mín & 30 sek). 12-14 ára og 15 ára og eldri hópar: Hámark 120 sekúndur (2 mín).   NÝTT – WORKSHOP – HVERNIG Á AÐ SEMJA DANS? Sunnudaginn 28. október verður haldið workshop þar sem kynnt verður fyrir nemendum hvernig hægt er að semja dans. Farið verður yfir hvernig dansatriði verður til, þ.á.m. lagaval, uppsetningu atriðis, spor, innblástur o.s.frv. Við hvetjum áhugasama nemendur til þess að nýta sér þetta einstaka tækifæri fyrir danskeppnina! Nákvæm tímasetning og staðsetning verður auglýst síðar og kynnt í tímum.   Lag á keppnisdegi Allir keppnedur eiga að koma með lagið sitt á USB lykli og verður að merkja lykilinn með límmiða með nafni hópsins eða einstaklingsins. Lagið þarf að vera klippt eins og atriðið endar.   Mæting á keppnisdegi Keppendur 8-9 ára og 10-11 ára mæta kl 10.30 og keppnin hjá þeim hefst kl 12.00. Verðlaunaafhending er áætluð kl 12.50. Keppendur í 12-14 ára og 15 ára og eldri eiga að mæta kl 13.00 og hefst keppnin þeirra kl 14.15. Áætlað er að keppni ljúki kl 15.30.   Keppnisgjald & aðgangseyrir Keppnisgjald er 2000 kr. á þátttakanda. Aðgangseyrir á keppnina er 1000 kr. fyrir 8 ára og eldri (frítt fyrir 7 ára og yngri).   Fjáröflun Nemendaráð dansskólans sér um fjáröflun á meðan keppni stendur til styrktar dansferðar erlendis. Þær munu selja dansfatnað, samlokur, sælgæti, drykki o.fl....

Sjá nánar

FACEBOOK HÓPAR

Posted on 3 Oct, 2018

FACEBOOK HÓPAR

Nú hafa verið búnir til nýir Facebook-hópar fyrir núverandi önn. Við hvetjum nemendur og foreldra yngri nemenda a.m.k. að slást í hópana okkar. Þar verða settar inn mikilvægar tilkynningar, kennarar setja inn lög og myndbönd frá æfingum, hægt er að spyrja spurninga, tilkynna forföll o.s.frv. Hóparnir eru fyrir nemendur Dansskólans og forráðamenn þeirra og eru ekki opnir öðrum.     Smellið á hópana að neðan til að finna Facebook-hópana. VESTURBÆR  6-8 ára, kennari: Guðný Ósk. 9-11 ára, kennari: Guðný Ósk. 12-15 ára, kennari: Heiða Björk. 13-15 ára, kennari: Þórný Edda. 15+ ára, kennari: Eva Dögg. Tæknitími, kennari: Guðný Ósk. Framhaldshópur í tækni, kennari: Auður Bergdís.   KÓPAVOGUR 6-8 ára, kennari: Steinunn. 9-11 ára, kennari: Ísabella Líf. 12-14 ára, kennari: Dóra Jóna. 13-16 ára, kennari: Sylvía Rut. Tæknitími, kennari: Auður Bergdís.   GARÐABÆR 6-8 ára, kennari: Birna. 9-10 ára, kennari: Birna. 11-12 ára, kennari: Ágústa. 13-14 ára, kennari: Naomi Rut. 13-14 ára framhaldshópur, kennari: Heiða Björk. 15+ ára, kennari: Eva Dögg. Tæknitími, kennari: Sylvía Rut.   HAFNARFJÖRÐUR 8-10 ára, kennari: Unnur Jóna. 11-13 ára, kennari: Unnur Jóna.   GRAFARHOLT 6-8 ára, kennari: Steinunn. 9-11 ára, kennari: Sif. 12-15 ára, kennari: Sif.   SÖNGLEIKJADEILD Yngri hópur í Garðabæ (æft kl. 10:00), kennari: Hreindís. Eldri hópur í Garðabæ (æft kl. 11:00), kennari: Hreindís. Yngri hópur í Vesturbæ (æft kl. 12:30), kennari: Hreindís. Eldri hópur í Vesturbæ (æft kl. 13:30), kennari:...

Sjá nánar