Prufur fyrir Dance World Cup

Posted on 5 Sep, 2019

Prufur fyrir Dance World Cup

Allir nemendur í Dansskóla Birnu Björns á aldrinum 10-25 ára geta sent inn umsókn til þáttöku í Dance World Cup Iceland árið 2020. Dance World Cup er alþjóðleg danskeppni sem haldin er árlega þar sem keppt er í öllum dans tegundum í mismunandi flokkum á öllum aldri. Dansskólinn fór til Portúgal sumarið 2019 og keppti með 5 atriði frá DBB og náði glæsilegum árangri. Undankeppni Dance World Cup á Íslandi fer fram í Borgarleikhúsinu í janúar 2020 og þar komast atriði áfram sem keppa fyrir Íslands hönd í Róm á Ítalíu sumarið 2020. Tekið er við umsóknum til og með 14.september 2019. Prufur fara fram í Sporthúsinu 15.september kl 14:30. Það eru allir beðnir um að skrá sig í prufurnar með því að senda umsókn sem má finna hér á emailið: gudnyoskkarls@gmail.com. Í prufunum læra nemendur allir sömu rútínu (fer eftir aldri) og fá að dansa í hópum þar sem kennarar DWC horfa á. Æfingar verða gerðar úr horni og einnig gefst nemendum kostur á að fara með frjálsar æfingar úr horni eða úti á gólfi. Gert er ráð fyrir að þeir sem mæti í inntökuprófið séu með reynslu af dansnámi og séu með góðan grunn. Það er mikilvægt að nemendur geri sér grein fyrir því að þetta krefst aukaæfinga og metnaðar. Þeir nemendur sem óska eftir að keppa í Song and Dance þurfa að mæta með tilbúið lag sem sýnir raddsvið nemandans. Við mælum með söngleikjalögum og það er leyfilegt að nota undirspil án söngs í prufunni. Með því að taka þátt í prufum fyrir Dance World Cup þýðir að nemandi og foreldrar samþykki eftirfarandi atriði:– Aukaæfingar (skyldumæting) -Æfingar verð á ákveðnum tíma og fær hver keppandi sent út æfingarplan fram að keppni í janúar– Æfingargjald- 25.000 krónur (ef nemandi keppir í fleiru en1 atriði verður samið um ákveðna upphæð) – Keppnisgjald DWC– Búningakostnaður fyrir undankeppnina fellur á nemendur – Tækniæfingar eru skylda fyrir nemendur sem ætla að keppa í DWC – DBB kennir tækni á 4 kennslustöðum–  Fimleikaæfingar sem nemendum verður boðið uppá til þess að styrkja ákveðna getu fyrir keppnina– Ef atriðið kemst síðan uppúr undankeppninni í janúar þarf að gera ráð fyrir ferðakostnaði til Rómar, keppnisgjöldum og æfingargjöldum. Að sjálfsögðu er reynt að halda kostnaði í lágmarki með fjáröflunum og...

Sjá nánar

Stundaskrá á sumarnámskeiði

Posted on 8 May, 2019

Stundaskrá á sumarnámskeiði

Stundaskrá á sumarnámskeiði okkar verður sem hér segir: Garðabær – Ásgarður Mánudagar & miðvikudagar Söngleikjadeild (mánudaga) kl. 16:00-17:30 9-12 ára kl. 17:30 13+ ára kl. 18:30 Tæknitímar á föstudögum kl. 16:30 Vesturbær – Ellingsen húsið, Fiskislóð 1 Þriðjudagar & fimmtudagar Söngleikjadeild (þriðjudaga) 16:00 – 17:30 9-12 ára kl. 17:30 13+ ára kl. 18:30 Tæknitímar á föstudögum kl. 16:30 Kópavogur – Sporthúsið Þriðjudagar & fimmtudagar 9-12 ára kl. 17:00 13+ ára kl. 18:00 Skapandi sumarnámskeið Kennt kl. 13:00 – 16:00 þá daga sem námskeiðið stendur...

Sjá nánar

Sumarnámskeið 2019

Posted on 28 Apr, 2019

Sumarnámskeið 2019

Sumarnámskeið hjá Dansskóla Birnu Björns hefjast mánudaginn 27. maí og standa yfir í 4 vikur. Að þessu sinni bjóðum við upp á þrjú mismunandi námskeið, dansnámskeið, söngleikjanámskeið og skapandi sumarnámskeið. Dansnámskeið – 27. maí – 21. júníDansnámskeiðið okkar verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, þar sem kennt verður 2x í viku (jazz, lyrical & commercial) í klukkutíma í senn. Auk þess sem hægt er að bæta við sig tæknitímum á föstudögum og vera þá 3x í viku. Dansnámskeið eru fyrir krakka á aldrinum:– 7-9 ára– 10-12 ára– 13+ ára Kennslustaðir eru:– Vesturbær– Kópavogur– Garðabær Verð fyrir fjögurra vikna námskeið:– 25.900 kr, 2x í viku– 30.000 kr, 3x í viku Söngleikjanámskeið – 27. maí – 21. júníSöngleikjanámskeið er nýjung á sumarnámskeiði, en verður með svipuðu sniði og söngleikjadeild á haust- og vorönn. Söngleikjanámskeiðin hafa vægast sagt slegið í gegn síðustu ár og ætlum við að bjóða uppá 4 vikna sumarnámskeið í Musical Theatre. Faglærðir kennarar í söng, leiklist og dansi og hver tími verður 90 mínútur, kennt einu sinni i viku. Áherslur eru lagðar á:– Sviðsframkoma– Leiklist– Söngur– Dans– Danssmíði– Myndbandsgerð– Búningahönnun – Leikhúsförðun og -hár Söngleikjanámskeið eru fyrir krakka á aldrinum:– 7-9 ára– 10-12 ára– 13+ ára Kennslustaðir eru:– Vesturbær– Garðabær Verð fyrir fjögurra vikna námskeið:– 28.900 kr, 1x í viku (90 mínútur) NÝTT – Skapandi sumarnámskeið – 10. – 14. júní (GRB) & 18. – 22. júní (VSB)Skapandi sumarnámskeið er nýtt einnar viku námskeið á vegum Dansskóla Birnu Björns sem komið hefur verið á fót vegna fjölda fyrirspurna. Markmið námskeiðisins er að nemendur fái að njóta sín í skapandi starfi. Dansgleði, tónlist og útivist. Mismunandi vinnusmiðjur þar sem sköpun hjá hverjum og einum fær að njóta sín. Kennt verður 4 daga í viku, klukkan 13:00 – 16:00. Áherslur eru lagðar á:– Dans– Danssmíði– Leiklist– Söngur– Tónlist– Spuni– Myndbandsgerð– Búningahönnun  – Hár og förðun– Útivist– Vettvangsferð Skapandi sumarnámskeið eru fyrir krakka á aldrinum:– 8-12 ára Kennslustaðir eru:– Garðabær – Ásgarður, vikuna 10.-14. júní– Vesturbær – Dansverkstæðið Hjarðarhaga, vikuna 18.-22. júní Verð fyrir eina viku í listasmiðju– 39.900 kr, 4x í viku (3 klst í senn) Verð fyrir eina viku í listasmiðju og fjögurra vikna dansnámskeið er: 49.900...

Sjá nánar

VORÖNN HEFST 14. JANÚAR

Posted on 7 Jan, 2019

VORÖNN HEFST 14. JANÚAR

Góðan dag og gleðilegt ár!   Okkur hjá Dansskóla Birnu Björns langar að byrja á að þakka ykkur fyrir skemmtilega og viðburðaríka haustönn 2018, sem endaði með foreldratímum í dansdeild og uppsetningu á Annie og Fame í söngleikjadeild. Takk kærlega fyrir komuna, allir þeir sem lögðu leið sína á þessa viðburði.   Við hefjum vorönn 2019 mánudaginn 14. janúar en markmið okkar er að halda áfram að vaxa, stækka og skapa framúrskarandi dansara með því að bjóða upp á vandaða og skemmtilega danstíma. Að sjálfsögðu verður söngleikjadeild enn á sínum stað, undir stjórn Hreindísar Ylvu Garðarsdóttur Holm. Nemendur hennar munu sem fyrr leiða nemendasýninguna okkar áfram, sem verður haldin í Borgarleikhúsinu. Þema sýningarinnar og dagsetning hennar verður kynnt í upphafi annar.   Tæknitímar, sem hafa notið mikilla vinsælda undanfarið, verða í boði fyrir alla nemendur 11 ára og eldri, nú í Vesturbæ, Grafarholti, Kópavogi og Garðabæ. Nemendur sem æfa í Hafnarfirði eru hvattir til að sækja tæknitíma í Garðabæ. Við viljum undirstrika mikilvægi þess að sækja þessa tíma til þess að fá sem besta menntun og ná betri skilningi á undirstöðuatriðum í dansi sem skipta miklu máli í öllum dansstílum. Nemendur sem bæði eru í dansi og söngleikjadeild fá frítt í tæknitíma.   Öflugt nemendaráð okkar heldur áfram störfum, en á liðinni önn voru margar frábærar hugmyndir sem komu upp í nemendaráði framkvæmdar. Þar má nefna Masterclass í Lyrical dansi, námskeið fyrir danskeppnina þar sem nemendur lærðu að semja dans, hönnun á dansfatnaði sem fór í sölu fyrir jól og „pop-up-shops“ á fatnaðinum settar upp. Við þökkum okkar frábæru fulltrúum í nemendaráði fyrir vel önnin störf og hlökkum til að halda áfram að framkvæma ykkar hugmyndir á nýju ári.   Erlendur gestakennari er væntanlegur til okkar helgina 8.-10. febrúar og biðjum við alla nemendur að taka helgina frá. Kennarinn verður kynntur nú í janúar, nánari tímasetningar auglýstar og opnað fyrir skráningu tímanlega.   Dansferðin 2019 verður á sínum stað. Okkur hafa aldrei borist fleiri umsóknir líkt og nú og verður þeim svarað nú strax í næstu viku. Dansferðirnar okkar eru þannig uppbyggðar að nemendur sækja danstíma á hverjum degi. Á morgnana er 2-3 tíma program fyrir okkar nemendur, þar sem hópurinn sækir lokaðan tíma hjá frábærum kennurum. Á hverjum degi læra nemendur nýja dansstíla. Eftir hádegi gefst nemendum svo færi á að sækja opna tíma í þeim stíl sem þeir hafa mestan áhuga á. Þegar danstímum er lokið brallar hópurinn svo ýmislegt skemmtilegt saman, við forum á söngleik, út að borða, kíkjum í búðir og skoðum borgina. Við hlökkum mikið til að fara með flottan hóp út í næstu viku, en þessi dansferð er orðin að föstum lið hjá okkur á hverju ári.   Við hlökkum til að dansa með ykkur inn í nýja...

Sjá nánar

DANSFERÐARUMSÓKNIR

Posted on 19 Nov, 2018

DANSFERÐARUMSÓKNIR

Síðastliðin sumur höfum við hjá Dansskóla Birnu Björns farið með hóp dansara í 5 daga ferð til London. Markmið ferðarinnar er að gefa efnilegum og áhugasömum dönsurum tækifæri á að læra af reynslumiklum, erlendum kennurum, kynna fyrir þeim tækifæri í dansi erlendis og að sjálfsögðu að hrista hópinn saman og hafa gaman! Umsóknir eru opnar fyrir nemendur fædda árið 2005 eða fyrr, og umsóknarfrestur er mánudagur 3. desember. Athugið að takmarkaður fjöldi kemst í ferðina.   HVERNIG Á AÐ SÆKJA UM? 1. Hlaðið niður umsóknarskjalinu hér. 2. Fyllið það út 3. Sendið á vakajojo@gmail.com, með “Dansferð 2019” í Subject. Einnig er í lagi að afrita spurningarnar og senda beint á vakajojo@gmail.com. Við hlökkum til að fá umsóknir frá ykkur, öllum verður...

Sjá nánar

DANSFÁRIÐ 17. NÓVEMBER

Posted on 16 Nov, 2018

DANSFÁRIÐ 17. NÓVEMBER

Innanskóladanskeppni Dansskóla Birnu Björns, Dansfárið, verður haldin á morgun, laugardaginn 17. nóvember í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Keppnin byrjar kl. 12:00 fyrir aldurshóp 8-12 ára, og kl. 14:00 fyrir aldurshóp 13 ára og eldri. Aðgangseyrir er 1000 kr., en börn 7 ára og yngri fá frítt inn. Við verðum með posa á staðnum. Takmarkaður sætafjöldi er í boði svo við mælum með að mæta tímanlega.     Splunkunýr dansfatnaður og aukahlutir, hannaðir af nemendaráði, verða til sölu og nemendaráð stendur einnig fyrir veitingasölu. Við hlökkum til að sjá...

Sjá nánar