DANSFÁRIÐ 17. NÓVEMBER

Posted on 16 Nov, 2018

DANSFÁRIÐ 17. NÓVEMBER

Innanskóladanskeppni Dansskóla Birnu Björns, Dansfárið, verður haldin á morgun, laugardaginn 17. nóvember í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Keppnin byrjar kl. 12:00 fyrir aldurshóp 8-12 ára, og kl. 14:00 fyrir aldurshóp 13 ára og eldri. Aðgangseyrir er 1000 kr., en börn 7 ára og yngri fá frítt inn. Við verðum með posa á staðnum. Takmarkaður sætafjöldi er í boði svo við mælum með að mæta tímanlega.     Splunkunýr dansfatnaður og aukahlutir, hannaðir af nemendaráði, verða til sölu og nemendaráð stendur einnig fyrir veitingasölu. Við hlökkum til að sjá...

Sjá nánar

HALLOWEEN VIKA

Posted on 30 Oct, 2018

HALLOWEEN VIKA

Þessa vikuna höldum við upp á Halloween í Dansskóla Birnu Björns. Yngri nemendur, á aldrinum 6-12 ára, eru hvattir til að mæta í búning í tíma á morgun, miðvikudag 31. okt, og á fimmtudag 1. nóv. Munu þau læra sérstaka Halloween-dansa hjá kennurum. Sjáumst!

Sjá nánar

DANSFÁRIÐ

Posted on 15 Oct, 2018

DANSFÁRIÐ

Danskeppnin Dansfárið verður haldin laugardaginn 17. nóvember í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Skráning Skráning er hafin með því að senda póst á birna@dansskolibb.is, þar sem eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram: Nafn keppanda (nöfn allra keppanda þurfa að fylgja í hópaflokki) Nafn hóps fyrir hópaflokk Aldur (fæðingarár) Netfang keppanda og/eða forráðamanns   Aldursflokkar Keppt er í fjórum aldursflokkum í hópa- og einstaklingsflokki. Aldursflokkarnir eru: 8-9 ára 10-11 ára 12-14 ára 15 ára og eldri Allir í hópakeppninni þurfa að skrá hópinn með nafni, sem verður að berast í síðasta lagi daginn fyrir keppni.   Lengd atriða 8-9 ára og 10-11 ára einstaklingar: Hámark 80 sekúndur (1 mín & 20 sek). 8-9 ára og 10-11 ára hópar: Hámark 90 sekúndur (1 mín & 30 sek). 12-14 ára og 15 ára og eldri einstaklingar: Hámark 90 sekúndur (1 mín & 30 sek). 12-14 ára og 15 ára og eldri hópar: Hámark 120 sekúndur (2 mín).   NÝTT – WORKSHOP – HVERNIG Á AÐ SEMJA DANS? Sunnudaginn 28. október verður haldið workshop þar sem kynnt verður fyrir nemendum hvernig hægt er að semja dans. Farið verður yfir hvernig dansatriði verður til, þ.á.m. lagaval, uppsetningu atriðis, spor, innblástur o.s.frv. Við hvetjum áhugasama nemendur til þess að nýta sér þetta einstaka tækifæri fyrir danskeppnina! Nákvæm tímasetning og staðsetning verður auglýst síðar og kynnt í tímum.   Lag á keppnisdegi Allir keppnedur eiga að koma með lagið sitt á USB lykli og verður að merkja lykilinn með límmiða með nafni hópsins eða einstaklingsins. Lagið þarf að vera klippt eins og atriðið endar.   Mæting á keppnisdegi Keppendur 8-9 ára og 10-11 ára mæta kl 10.30 og keppnin hjá þeim hefst kl 12.00. Verðlaunaafhending er áætluð kl 12.50. Keppendur í 12-14 ára og 15 ára og eldri eiga að mæta kl 13.00 og hefst keppnin þeirra kl 14.15. Áætlað er að keppni ljúki kl 15.30.   Keppnisgjald & aðgangseyrir Keppnisgjald er 2000 kr. á þátttakanda. Aðgangseyrir á keppnina er 1000 kr. fyrir 8 ára og eldri (frítt fyrir 7 ára og yngri).   Fjáröflun Nemendaráð dansskólans sér um fjáröflun á meðan keppni stendur til styrktar dansferðar erlendis. Þær munu selja dansfatnað, samlokur, sælgæti, drykki o.fl....

Sjá nánar

FACEBOOK HÓPAR

Posted on 3 Oct, 2018

FACEBOOK HÓPAR

Nú hafa verið búnir til nýir Facebook-hópar fyrir núverandi önn. Við hvetjum nemendur og foreldra yngri nemenda a.m.k. að slást í hópana okkar. Þar verða settar inn mikilvægar tilkynningar, kennarar setja inn lög og myndbönd frá æfingum, hægt er að spyrja spurninga, tilkynna forföll o.s.frv. Hóparnir eru fyrir nemendur Dansskólans og forráðamenn þeirra og eru ekki opnir öðrum.     Smellið á hópana að neðan til að finna Facebook-hópana. VESTURBÆR  6-8 ára, kennari: Guðný Ósk. 9-11 ára, kennari: Guðný Ósk. 12-15 ára, kennari: Heiða Björk. 13-15 ára, kennari: Þórný Edda. 15+ ára, kennari: Eva Dögg. Tæknitími, kennari: Guðný Ósk. Framhaldshópur í tækni, kennari: Auður Bergdís.   KÓPAVOGUR 6-8 ára, kennari: Steinunn. 9-11 ára, kennari: Ísabella Líf. 12-14 ára, kennari: Dóra Jóna. 13-16 ára, kennari: Sylvía Rut. Tæknitími, kennari: Auður Bergdís.   GARÐABÆR 6-8 ára, kennari: Birna. 9-10 ára, kennari: Birna. 11-12 ára, kennari: Ágústa. 13-14 ára, kennari: Naomi Rut. 13-14 ára framhaldshópur, kennari: Heiða Björk. 15+ ára, kennari: Eva Dögg. Tæknitími, kennari: Sylvía Rut.   HAFNARFJÖRÐUR 8-10 ára, kennari: Unnur Jóna. 11-13 ára, kennari: Unnur Jóna.   GRAFARHOLT 6-8 ára, kennari: Steinunn. 9-11 ára, kennari: Sif. 12-15 ára, kennari: Sif.   SÖNGLEIKJADEILD Yngri hópur í Garðabæ (æft kl. 10:00), kennari: Hreindís. Eldri hópur í Garðabæ (æft kl. 11:00), kennari: Hreindís. Yngri hópur í Vesturbæ (æft kl. 12:30), kennari: Hreindís. Eldri hópur í Vesturbæ (æft kl. 13:30), kennari:...

Sjá nánar

NEMENDARÁÐ HAUSTÖNN 2018

Posted on 3 Oct, 2018

NEMENDARÁÐ HAUSTÖNN 2018

Nemendaráð haustið 2018 hefur verið stofnað og var fyrsti fundur sl. sunnudag. Hlutverk nemendaráðs er að vinna með stjórnendum og kennurum skólans og koma hugmyndum nemenda á framfæri, hvað varðar kennslu, tíma, viðburði, dansfatnað og svo framvegis.     Nemendaráðið er samanstendur af 21 nemenda skólans og meðlimir þess eru: Andrea Örvarsdóttir Anna Lovísa Bára Katrín Jóhannsdóttir Birna Mjöll Björgvinsdóttir Elísabet Heiða Harðardóttir Embla Brink Gunnarsdóttir Helena Freysdóttir Hrafnkatla Ívarsdóttir Karó Adrichem Katla Björt Hauksdóttir Lára Guðný Þorsteinsdóttir Lóa María Jónsdóttir Magdalena Margrét Höskuldsdóttir María Hjörvar María Vignir Nadía Hjálmarsdóttir Ragnheiður Sigurðardóttir Sandra Tra Huong Le Sara Rós Lin Stefnisdóttir Svava Þóra Árnadóttir Védís Gróa Guðmundsdóttir Þórhildur Tinna Magnúsdóttir   Við hlökkum til að sjá nemendaráðið blómstra, stærra og öflugra hefur það aldrei...

Sjá nánar

UMSÓKNIR Í NEMENDARÁÐ 2018

Posted on 18 Sep, 2018

UMSÓKNIR Í NEMENDARÁÐ 2018

Ert þú hugmyndarík(ur), dugleg(ur), kraftmikil(l) og drífandi? Elskar þú að dansa? Hefur þú áhuga á að taka þátt í og hafa áhrif á starf Dansskólans þessa önnina? Þá er nemendaráðið eitthvað fyrir þig! Hlaðið niður docs-skjalinu með því að smella HÉR, svarið spurningunum og sendið á gudnyoskkarls@gmail.com. Nemendaráð er fyrir nemendur fædda árið 2005 eða fyrr.

Sjá nánar