HAUSTÖNN HEFST 11. SEPTEMBER

Posted on 6 Sep, 2017

HAUSTÖNN HEFST 11. SEPTEMBER

Skráðu þig hér!

Sjá nánar

ÆFING FYRIR TÓNLEIKA FRIÐRIKS DÓRS Í HÖRPU 9. SEPTEMBER

Posted on 1 Sep, 2017

ÆFING FYRIR TÓNLEIKA FRIÐRIKS DÓRS Í HÖRPU 9. SEPTEMBER

Nemendur hafa beðið í ofvæni eftir að fá að stíga á stokk með Friðriki Dór í Eldborg í Hörpu 9. september. Í atriðinu fá að taka þátt allir þeir nemendur sem mættu á sumarhátíðina okkar í júní. Dansararnir koma fram á barna- og fjölskyldutónleikum Friðriks Dórs sem hefjast kl. 16. Æfing verður haldin þriðjudaginn 5. september í Sporthúsinu kl. 18:00. Allir þeir nemendur sem mættu á sumarhátíðina og hyggjast taka þátt í atriðinu þurfa að senda póst á birna@dansskolibb.is til þess að staðfesta komu sína.     Við hlökkum til að sjá ykkur – fyrst á æfingu þann 5. september í Sporthúsinu og aftur þann 9. september í Hörpu.   Kauptu miða á tónleikana hér!   Fylgstu með okkur og undirbúningi fyrir tónleikana á Facebook, Instagram og Snapchat undir notendanafninu...

Sjá nánar

SÖNGLEIKJANÁMSKEIÐ

Posted on 28 Aug, 2017

SÖNGLEIKJANÁMSKEIÐ

HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á LEIKLIST, SÖNG OG DANSI? Söngleikjahópur Dansskóla Birnu Björns var stofnaður á vorönn 2017. Aðkoma hópsins að nemendasýningunni Herkúles gekk vonum framar og vakti mikla lukku og athygli. Skólinn hefur því ákveðið að halda söngleikjagleðinni gangandi og bjóða upp á námskeið í sérstökum söngleikjahópum á haustönn 2017. Skipt verður í hópa eftir aldri og boðið verður upp á byrjenda- og framhaldshópa. Námskeiðið verður afar vandað og kennt af færu fagfólki. Gætt verður að því að stilla hópastærðir svo að allir nemendur fái að njóta sín, vaxa og dafna. Aðalkennarar hópanna verða þær Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, leik- og söngkona, og Guðný Ósk Karlsdóttir, dansari og söngkona, en þær stóðu að baki þátttöku söngleikahóps í nemendasýningunni Herkúles í Borgarleikhúsinu í maí 2017. Einnig munu faglærðir gestakennarar úr heimi leikhússins heimsækja hópana og miðla af sinni reynslu. Á haustönn munu allir nemendur taka þátt í kabarettkvöldi þar sem vinum og vandamönnum verður boðið að sjá afrakstur vinnunnar. Einnig verður svo unnið sérstaklega með nemendum söngleikjahópa þegar kemur að því að setja upp stóru nemendasýningu skólans á vorönn 2018. Allir fá að taka einhvern þátt! Komdu og syngdu, dansaðu og leiktu með okkur í...

Sjá nánar

HAUSTÖNN 2017 – Á DÖFINNI

Posted on 10 Aug, 2017

HAUSTÖNN 2017 – Á DÖFINNI

Okkur langar að byrja á því að þakka ykkur fyrir vorönnina 2017, eina stærstu og viðburðaríkustu önn dansskólans, sem endaði með afmælissýningunni Herkúles í Borgarleikhúsinu. Takk kærlega fyrir komuna allir þeir sem lögðu leið sína á sýninguna. Nú fer haustönn Dansskóla Birnu Björns árið 2017 að ganga í garð og að vanda ýmislegt spennandi framundan, en markmið okkar er að halda áfram að vaxa, stækka og skapa framúrskarandi dansara með því að bjóða upp á vandaða og skemmtilega danstíma. Haustönn byrjar 11. september og stendur til 8. desember. Á haustönn höldum við áfram að fagna 20 ára afmælisári skólans. Strax í fyrstu dansvikunni verður hin frábæra Chantelle Carey með masterclass í söngleikjadönsum (musical theatre). Chantelle Carey hefur unnið að glæsilegustu söngleikjauppsetningum landsins, nú síðast Bláa Hnettinum í Borgarleikhúsinu. Auk þess hefur hún séð um leikaraval (casting director) á West End. Sjálf hefur hún einnig tekið þátt í söngleikjum þar á borð við Chicago. Okkur er einnig ánægja að tilkynna að þar sem söngleikjahópur á vorönn 2017 gekk framar vonum munum við halda áfram með slíkan hóp undir stjórn Hreindísar Ylvu Garðarsdóttur Holm, sem verður nánar auglýstur síðar. Tæknitímar verða í boði fyrir alla nemendur 11 ára og eldri, í Vesturbæ, Kópavogi og Garðabæ. Þeir nemendur sem æfa í Hafnarfirði og Grafarholti geta sótt tæknitíma á öðrum kennslustöðum. Við hvetjum nemendur eindregið til þess að sækja þessa tíma hjá frábærum kennurum. Farið er yfir grunnatriði í jazz-tækni, gólfæfingum, horn-æfingum auk þess sem kenndar eru lyrical/contemporary/jazz-rútínur. Við viljum undirstrika mikilvægi þess að sækja þessa tíma til þess að fá sem besta menntun og ná betri skilningi á undirstöðuatriðum í dansi sem skipta miklu máli í öllum dansstílum. Afrekshópurinn okkar verður á sínum stað, aðra hverja helgi, þar sem nemendum 15+ ára hópanna okkar gefst tækifæri á að koma saman og dansa hjá mismunandi kennurum. Nemendaráð mun halda áfram, en við fengum frábæra reynslu af því á sl. önn. Meðal verkefna nemendaráðs var aðkoma að danstímum hjá erlendum gestakennurum og skipulagning nemendasýningar og sumarhátíðar. Í ár munum við hafa tvö starfandi nemendaráð, eldra nemendaráð skipað nemendum 15 ára og eldri og yngra nemendaráð skipað nemendum 12-14 ára. Umsóknir í nemendaráð verða auglýstar þegar önnin hefst. Dansskólinn heldur áfram að taka við hinum ýmsu dansverkefnum þar sem nemendum gefst oftar en ekki tækifæri á að spreyta sig. Nú um næstu helgi sjá danskennarar skólans um kóreógrafíu og sviðsetningu, auk þess að dansa, á stórtónleikum á Fiskideginum á Dalvík. Í ágúst munu auk þess koma fram nemendur og kennarar á menningarnótt og svo bíðum við spennt eftir tónleikum Friðriks Dórs í Hörpu þann 9. september. Þar sjá danskennarar skólans um kóreógrafíu, sviðsetningu og dans og fjölmargir nemendur skólans munu taka þátt í þeirri uppsetningu. Í október munum við svo koma að stórtónleikum í Háskólabíói, fyrstu sinnar tegundar á Íslandi, en það eru Halloween tónleikar. Við hlökkum til að takast á við þessi fjölbreyttu og skemmtilegu verkefni og gefa nemendum okkar færi á því að taka þátt. Dansferðin 2018 verður svo á sínum stað, en við erum einmitt að fara út með frábæran hóp í næstu viku, 14.-18. ágúst. Dansferðirnar okkar eru þannig uppbyggðar að nemendur sækja danstíma á hverjum degi. Á morgnana er 2-3 tíma program fyrir okkar nemendur, þar sem hópurinn sækir lokaðan tíma hjá frábærum kennurum. Á hverjum degi læra nemendur nýja dansstíla. Eftir hádegi gefst nemendum svo færi á að sækja opna tíma í þeim stíl sem þeir hafa mestan áhuga á. Þegar danstímum er lokið brallar hópurinn svo ýmislegt skemmtilegt saman, við forum á söngleik, út að borða, kíkjum í búðir og skoðum borgina. Við hlökkum mikið til að fara...

Sjá nánar

DANA ALEXA – Algengar spurningar

Posted on 7 Jul, 2017

DANA ALEXA – Algengar spurningar

Mánudaginn 17. júlí kemur til okkar góður gestur frá Los Angeles, engin önnur en Dana Alexa. Hún verður með 90 mínútna Masterclass í Sporthúsinu kl. 17:30 – 19:00. Hér finnur þú svar við algengum spurningum varðandi viðburðinn. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á vakajojo@gmail.com – nafn & kennitölu.       Hvar og hvenær er tíminn? Danstíminn er mánudaginn 17. júlí kl. 17:30 í Sporthúsinu. Hvað er tíminn langur? 90 mínútur, auk meet & greet á eftir Hvert er aldurstakmarkið? Það er ekkert aldurstakmark, en við miðum við 12 ára og eldri sem hafa reynslu af dansi. Er tíminn opinn öllum? Já! Hvað kostar inn? Það kostar 3500 krónur fyrir nemdendur Dansskóla Birnu Björns (þá sem æfðu á vor- og/eða sumarönn), og 5000 krónur fyrir aðra. Hvernig greiðir maður fyrir tímann? Mæta á með aðgangseyrir í peningum á staðinn. Þarf að skrá sig? Já, við þurfum að fá skráningar vegna takmarkaðs pláss. Sendið nafn & kennitölu á netfangið vakajojo@gmail.com til þess að skrá ykkur. Hvernig dansstíll verður kenndur? Street Jazz – þið getið kynnt ykkur stílinn hennar betur á Youtube-rásinni hennar DanaAlexaDance. Hver er Dana Alexa? Dana Alexa fæddist í New York og hefur æft dans frá tveggja ára aldri. Nú er hún þekktur dansari og danshöfundur og býr nú í Los Angeles. Þið getið lesið ykkur meira til um Dana Alexa á heimasíðu hennar, www.danaalexa.com og á Youtube-rásinni hennar DanaAlexaDance.   Ekki missa af þessu einstaka...

Sjá nánar

DANA ALEXA MASTERCLASS 17. JÚLÍ

Posted on 3 Jul, 2017

DANA ALEXA MASTERCLASS 17. JÚLÍ

Dansskóli Birnu Björns kynnir – í fyrsta skipti á Íslandi: DANA ALEXA MASTERCLASS ÞANN 17. JÚLÍ Í SPORTHÚSINU. Danstíminn er 90 mínútur og þátttakendum er boðið upp á “meet & greet” eftir tímann þar sem þeim gefst tækifæri á að tala við Dana Alexa. Þáttökugjald er 3500 krónur og greiðist í reiðufé við komu. Dana Alexa er atvinnudansari og -danshöfundur frá Brooklyn í New York en vinnur nú og starfar í Los Angeles. Við gætum ekki verið ánægðari og spenntari að fá þennan frábæra dansara í heimsókn til okkar. Þetta er einstakt tækifæri sem enginn dansari á Íslandi má láta framhjá sér fara.   Skráning er hafin og fer fram með því að senda nafn & kennitölu á vakajojo@gmail.com....

Sjá nánar