Við byrjum í dag!

Posted on 13 Jan, 2020

Við byrjum í dag!

Kennsla hefst í dag, 13. janúar skv. stundaskrá á öllum kennslustöðvum.

Sjá nánar

VETRARFRÍ

Posted on 15 Oct, 2019

VETRARFRÍ

Vetrarfrí í Dansskóla Birnu Björns verður sem hér segir: Hafnarfjörður: FRÍ 21. októberKópavogur: FRÍ 21-22. októberVesturbær og Grafarholt: FRÍ 24-28. októberSöngleikjadeild Garðabær&Vesturbæ: FRÍ 26. október

Sjá nánar

DANSFÁRIÐ

Posted on 10 Oct, 2019

DANSFÁRIÐ

Danskeppnin Dansfárið verður haldin laugardaginn 10.nóvember í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Dansfárið er danskeppni innan skólans fyrir nemendur 8 ára og eldri. Keppt er í þremur aldursflokkum bæði í einstaklings- og hópakeppni. Nemendurnir sjá sjálfir um alla þætti sem koma að atriðinu, semja dans, velja tónlist og hanna búninga. Keppnin er þannig frábær leið fyrir nemendur til að fá æfingu í bæði sköpun og tjáningu. Verðlaun eru í boði og möguleiki að keppa í Dance World Cup með DBB. Skráning Skráning er hafin með því að senda póst á gudnyoskkarls@gmail.com, þar sem eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram: Nafn keppanda (nöfn allra keppanda þurfa að fylgja í hópaflokki)Aldur (fæðingarár)Netfang keppanda og/eða forráðamanns Skráningu í Dansfárið stendur til 5. nóvember. Aldursflokkar Keppt er í þremur aldursflokkum í hópa- og einstaklingsflokki. Aldursflokkarnir eru: 8-10 ára – (Hámark 80 sek)11-13 ára – (Hámark 1 og hálf mín 90 sek )14 ára og eldri – (Hámark 2 mín 120 sek) Allir í hópakeppninni þurfa að skrá hópinn með nafni, sem verður að berast í síðasta lagi daginn fyrir keppni. Athugið að aldursflokkar gætu breyst eftir að skráningu lýkur. Lag á keppnisdegi Allir keppnedur eiga að koma með lagið sitt á USB lykli og verður að merkja lykilinn með límmiða með nafni hópsins eða einstaklingsins. Lagið þarf að vera klippt eins og atriðið endar. Keppnisgjald & aðgangseyrir Keppnisgjald er 1500 kr. á þátttakanda. Aðgangseyrir á keppnina er 1000 kr. fyrir 8 ára og eldri (frítt fyrir 7 ára og yngri). Dansfatnaður dansskólans verður til sölu á keppninni!Hettupeysur : 6000 kr – Langermabolir, stuttermabolir og hásskólapeysur verða á tilboðsverði. 2500-4500 kr-Einnig verða stelpurnar sem keppa í undankeppni Dance World Cup með fjáröflun og verða að selja góðgæti í sjoppunni! Sjáumst í...

Sjá nánar

Prufur fyrir Dance World Cup

Posted on 5 Sep, 2019

Prufur fyrir Dance World Cup

Allir nemendur í Dansskóla Birnu Björns á aldrinum 10-25 ára geta sent inn umsókn til þáttöku í Dance World Cup Iceland árið 2020. Dance World Cup er alþjóðleg danskeppni sem haldin er árlega þar sem keppt er í öllum dans tegundum í mismunandi flokkum á öllum aldri. Dansskólinn fór til Portúgal sumarið 2019 og keppti með 5 atriði frá DBB og náði glæsilegum árangri. Undankeppni Dance World Cup á Íslandi fer fram í Borgarleikhúsinu í janúar 2020 og þar komast atriði áfram sem keppa fyrir Íslands hönd í Róm á Ítalíu sumarið 2020. Tekið er við umsóknum til og með 14.september 2019. Prufur fara fram í Sporthúsinu 15.september kl 14:30. Það eru allir beðnir um að skrá sig í prufurnar með því að senda umsókn sem má finna hér á emailið: gudnyoskkarls@gmail.com. Í prufunum læra nemendur allir sömu rútínu (fer eftir aldri) og fá að dansa í hópum þar sem kennarar DWC horfa á. Æfingar verða gerðar úr horni og einnig gefst nemendum kostur á að fara með frjálsar æfingar úr horni eða úti á gólfi. Gert er ráð fyrir að þeir sem mæti í inntökuprófið séu með reynslu af dansnámi og séu með góðan grunn. Það er mikilvægt að nemendur geri sér grein fyrir því að þetta krefst aukaæfinga og metnaðar. Þeir nemendur sem óska eftir að keppa í Song and Dance þurfa að mæta með tilbúið lag sem sýnir raddsvið nemandans. Við mælum með söngleikjalögum og það er leyfilegt að nota undirspil án söngs í prufunni. Með því að taka þátt í prufum fyrir Dance World Cup þýðir að nemandi og foreldrar samþykki eftirfarandi atriði:– Aukaæfingar (skyldumæting) -Æfingar verð á ákveðnum tíma og fær hver keppandi sent út æfingarplan fram að keppni í janúar– Æfingargjald- 25.000 krónur (ef nemandi keppir í fleiru en1 atriði verður samið um ákveðna upphæð) – Keppnisgjald DWC– Búningakostnaður fyrir undankeppnina fellur á nemendur – Tækniæfingar eru skylda fyrir nemendur sem ætla að keppa í DWC – DBB kennir tækni á 4 kennslustöðum–  Fimleikaæfingar sem nemendum verður boðið uppá til þess að styrkja ákveðna getu fyrir keppnina– Ef atriðið kemst síðan uppúr undankeppninni í janúar þarf að gera ráð fyrir ferðakostnaði til Rómar, keppnisgjöldum og æfingargjöldum. Að sjálfsögðu er reynt að halda kostnaði í lágmarki með fjáröflunum og...

Sjá nánar

Stundaskrá á sumarnámskeiði

Posted on 8 May, 2019

Stundaskrá á sumarnámskeiði

Stundaskrá á sumarnámskeiði okkar verður sem hér segir: Garðabær – Ásgarður Mánudagar & miðvikudagar Söngleikjadeild (mánudaga) kl. 16:00-17:30 9-12 ára kl. 17:30 13+ ára kl. 18:30 Tæknitímar á föstudögum kl. 16:30 Vesturbær – Ellingsen húsið, Fiskislóð 1 Þriðjudagar & fimmtudagar Söngleikjadeild (þriðjudaga) 16:00 – 17:30 9-12 ára kl. 17:30 13+ ára kl. 18:30 Tæknitímar á föstudögum kl. 16:30 Kópavogur – Sporthúsið Þriðjudagar & fimmtudagar 9-12 ára kl. 17:00 13+ ára kl. 18:00 Skapandi sumarnámskeið Kennt kl. 13:00 – 16:00 þá daga sem námskeiðið stendur...

Sjá nánar

Sumarnámskeið 2019

Posted on 28 Apr, 2019

Sumarnámskeið 2019

Sumarnámskeið hjá Dansskóla Birnu Björns hefjast mánudaginn 27. maí og standa yfir í 4 vikur. Að þessu sinni bjóðum við upp á þrjú mismunandi námskeið, dansnámskeið, söngleikjanámskeið og skapandi sumarnámskeið. Dansnámskeið – 27. maí – 21. júníDansnámskeiðið okkar verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, þar sem kennt verður 2x í viku (jazz, lyrical & commercial) í klukkutíma í senn. Auk þess sem hægt er að bæta við sig tæknitímum á föstudögum og vera þá 3x í viku. Dansnámskeið eru fyrir krakka á aldrinum:– 7-9 ára– 10-12 ára– 13+ ára Kennslustaðir eru:– Vesturbær– Kópavogur– Garðabær Verð fyrir fjögurra vikna námskeið:– 25.900 kr, 2x í viku– 30.000 kr, 3x í viku Söngleikjanámskeið – 27. maí – 21. júníSöngleikjanámskeið er nýjung á sumarnámskeiði, en verður með svipuðu sniði og söngleikjadeild á haust- og vorönn. Söngleikjanámskeiðin hafa vægast sagt slegið í gegn síðustu ár og ætlum við að bjóða uppá 4 vikna sumarnámskeið í Musical Theatre. Faglærðir kennarar í söng, leiklist og dansi og hver tími verður 90 mínútur, kennt einu sinni i viku. Áherslur eru lagðar á:– Sviðsframkoma– Leiklist– Söngur– Dans– Danssmíði– Myndbandsgerð– Búningahönnun – Leikhúsförðun og -hár Söngleikjanámskeið eru fyrir krakka á aldrinum:– 7-9 ára– 10-12 ára– 13+ ára Kennslustaðir eru:– Vesturbær– Garðabær Verð fyrir fjögurra vikna námskeið:– 28.900 kr, 1x í viku (90 mínútur) NÝTT – Skapandi sumarnámskeið – 10. – 14. júní (GRB) & 18. – 22. júní (VSB)Skapandi sumarnámskeið er nýtt einnar viku námskeið á vegum Dansskóla Birnu Björns sem komið hefur verið á fót vegna fjölda fyrirspurna. Markmið námskeiðisins er að nemendur fái að njóta sín í skapandi starfi. Dansgleði, tónlist og útivist. Mismunandi vinnusmiðjur þar sem sköpun hjá hverjum og einum fær að njóta sín. Kennt verður 4 daga í viku, klukkan 13:00 – 16:00. Áherslur eru lagðar á:– Dans– Danssmíði– Leiklist– Söngur– Tónlist– Spuni– Myndbandsgerð– Búningahönnun  – Hár og förðun– Útivist– Vettvangsferð Skapandi sumarnámskeið eru fyrir krakka á aldrinum:– 8-12 ára Kennslustaðir eru:– Garðabær – Ásgarður, vikuna 10.-14. júní– Vesturbær – Dansverkstæðið Hjarðarhaga, vikuna 18.-22. júní Verð fyrir eina viku í listasmiðju– 39.900 kr, 4x í viku (3 klst í senn) Verð fyrir eina viku í listasmiðju og fjögurra vikna dansnámskeið er: 49.900...

Sjá nánar