SÖNGLEIKJADEILD

Posted on 2 Jan, 2018

SÖNGLEIKJADEILD

Ert þú 8 ára eða eldri? Langar þig að vera með í stórglæsilegu opnunaratriði á nemendasýningu skólans í Borgarleikhúsinu í vor? Hefurðu gaman að því að leika? Og syngja?   Söngleikjadeild Dansskóla Birnu Björns hefur nú sína þriðju önn. Undir handleiðslu faglærðra og reynslumikilla kennara munu nemendur vinna í leik- og söngtækni, textatúlkun og framkomu. Gætt verður að því að stilla hópastærðir svo að allir nemendur fái að njóta sín, vaxa og dafna.   Á vorönn 2017 tóku nemendur söngleikjadeildar ríkan þátt í nemendasýningunni í Borgarleikhúsinu og er stefnan sett enn hærra fyrir NEMENDASÝNINGUNA 2018. Allir þeir nemendur sem skrá sig í söngleikjadeild munu taka þátt í glæsilegu opnunaratriði og einnig mun deildin sjá um að leiða söguþráð sýningarinnar áfram líkt og fyrir ári síðan.   Á vorönn 2018 er stefnt að því, ef aðsókn leyfir, að bjóða upp á söngleikjadeild í Garðabæ og Vesturbæ.   Deildarstjóri og leikstjóri er Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, leik- og söngkona. Hún útskrifaðist með BA gráðu í leiklist frá Guildford School of Acting og lærði söng við Tónlistarskóla FÍH. Hún hefur starfað sem leikkona bæði á Íslandi og í Englandi. Einnig hefur hún starfað sem leiklistarkennari og leikstjóri.   Birna Björnsdóttir, danshöfundur og stofnandi og eigandi skólans, mun vinna með nemendum söngleikjadeildar að uppfærslu nemendasýningarinnar auk þess að taka virkan þátt í kennslu innan deildarinnar. Birna hefur gríðarlega reynslu þegar kemur að uppfærslu söngleikja og hefur starfað í öllum stærstu leikhúsum landsins auk þess að starfa við tónleikauppfærslur, sjónvarpsþætti og fjölda myndbanda og annarra verkefna.   Heiða Björk Ingimarsdótir er flestum nemendum skólans kunnug og hefur kennt þar dans um árabil. Hún hefur tekið þátt í fjölda söngleikja og annarra viðburða. Hún mun kenna elstu aldurshópum söngleikjadeildar og sjá um að semja opnunaratriði nemendasýningarinnar.   Guðný Ósk Karlsdóttir er danskennari við skólann og auk þess að vera að ljúka námi frá tónlistardeild Listaháskólans. Hún hefur kennt í söngleikjadeildinni frá upphafi og mun kenna 10-12 ára nemendum deildarinnar. Kennt er á laugardögum í Garðabæ og Vesturbæ. Í Garðabæ í Sjálandsskóla: Kl. 11:00 – Yngri hópur, fæðingarár 2007-2009 Kl. 12:00 – Eldri hópur, fæðingarár 2006 eða fyrr Í Vesturbæ, í Ellingsen húsinu á Granda: Kl. 14:00 – Yngri hópur, fæðingarár 2005-2009 Kl. 15:00 – Eldri hópur, fæðingar ár 2004 eða...

Sjá nánar

Innritun er hafin

Posted on 29 Dec, 2017

Innritun er hafin

Innritun er hafin á vorönn 2018! Smelltu hér til að skrá þig. Varðandi frístundastyri: Við erum að bíða eftir frístundarstyrk frá bæjarfélögunum sem eiga að detta inn í síðasta lagi á mánudaginn.

Sjá nánar

Dansskólapeysur

Posted on 27 Nov, 2017

Dansskólapeysur

Við hjá Dansskóla Birnu Björns erum komin með nýjar háskólapeysur í sölu hjá okkur. Stærðir sem eru í boði eru: Barnastærðir: 134 / 140 / 146 / 158 Fullorðinsstærðir: S / M / L / XL Verð er 5000 kr. Panta þarf í síðasta lagi miðvikudag 29. nóvember til þess að fá peysur afhentar í næstu viku, en þá fara fram síðustu danstímar annarinnar. Pantanir fara fram með því að senda póst á...

Sjá nánar

Dansfárið

Posted on 22 Nov, 2017

Dansfárið

Glæsileg danskeppni Dansskóla Birnu Björns, var haldin 19. nóvember í Gaflaraleikhúsinu. Um 80 nemendur tóku þátt í þremur aldursflokkum og stóðu sig frábærlega en veitt voru verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti í hverjum flokki. Gaman er að segja frá því að dómarar fundu sig knúna til þess að veita sérstök aukaverðlaun í 12-14 ára hópaflokki fyrir dansgleði. Okkur langar að þakka öllum þátttakendum fyrir daginn og óska þeim til hamingju með glæsilega frammistöðu. Myndir frá danskeppninni munu birtast á næstu dögum á Facebook-like-síðu okkar, og Instagram reikningi okkar, en á báðum stöðum erum við með notendanafnið dansskolibb. Fylgist...

Sjá nánar

DANSFÁRIÐ

Posted on 15 Nov, 2017

DANSFÁRIÐ

Innanskóladanskeppni Dansskóla Birnu Björns verður haldin sunnudaginn 19. nóvember í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði.   Nemendur keppa bæði í einstaklings- og hópakeppni í eftirfarandi aldursflokkum: 8-9 ára 10-11 ára 12-13 ára 14 ára og eldri   Keppni fyrir aldurshópa 8-11 ára hefst kl. 12:00, en keppni fyrir aldurshópa 12 ára og eldri hefst kl. 14:15. Nemendaráð verður á staðnum og selur veitingar og dansfatnað til styrktar dansferðarhópi skólans 2018. Aðgangseyrir er 1000 kr., en frítt er inn fyrir börn 7 ára og yngri.   Sjáumst í Gaflaraleikhúsinu á sunnudag – skoðaðu viðburðinn á Facebook...

Sjá nánar

UNGLIST

Posted on 14 Nov, 2017

UNGLIST

Laugardaginn 11. nóvember tóku 35 kraftmiklir dansarar skólans þátt í danssýningu Unglistar, Listahátíðar ungs fólks, með atriði eftir Evu Dögg Ingimarsdóttur og Vöku Jóhannesdóttur. Á dagskrá voru 13 glæsileg dansatriði. Okkur langar að þakka öllum sem lögðu leið sína í Borgarleikhúsið til að horfa og ekki síður öll fallegu hrósin sem okkur hafa borist – þau eru ómetanleg! Myndbandsbrot af atriðinu getið þið fundið á Instagram. Svipmyndir frá lokaæfingu getið þið fundið á Facebook. Og myndir af danssýningunni sjálfri má finna á Facebook síðu...

Sjá nánar