DANSFÁRIÐ

Posted on 15 Nov, 2017

DANSFÁRIÐ

Innanskóladanskeppni Dansskóla Birnu Björns verður haldin sunnudaginn 19. nóvember í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði.   Nemendur keppa bæði í einstaklings- og hópakeppni í eftirfarandi aldursflokkum: 8-9 ára 10-11 ára 12-13 ára 14 ára og eldri   Keppni fyrir aldurshópa 8-11 ára hefst kl. 12:00, en keppni fyrir aldurshópa 12 ára og eldri hefst kl. 14:15. Nemendaráð verður á staðnum og selur veitingar og dansfatnað til styrktar dansferðarhópi skólans 2018. Aðgangseyrir er 1000 kr., en frítt er inn fyrir börn 7 ára og yngri.   Sjáumst í Gaflaraleikhúsinu á sunnudag – skoðaðu viðburðinn á Facebook...

Sjá nánar

UNGLIST

Posted on 14 Nov, 2017

UNGLIST

Laugardaginn 11. nóvember tóku 35 kraftmiklir dansarar skólans þátt í danssýningu Unglistar, Listahátíðar ungs fólks, með atriði eftir Evu Dögg Ingimarsdóttur og Vöku Jóhannesdóttur. Á dagskrá voru 13 glæsileg dansatriði. Okkur langar að þakka öllum sem lögðu leið sína í Borgarleikhúsið til að horfa og ekki síður öll fallegu hrósin sem okkur hafa borist – þau eru ómetanleg! Myndbandsbrot af atriðinu getið þið fundið á Instagram. Svipmyndir frá lokaæfingu getið þið fundið á Facebook. Og myndir af danssýningunni sjálfri má finna á Facebook síðu...

Sjá nánar

MUSICAL THEATRE MASTERCLASS MEÐ CHANTELLE CAREY

Posted on 29 Sep, 2017

MUSICAL THEATRE MASTERCLASS MEÐ CHANTELLE CAREY

Þann 7. október verður boðið upp á Musical Theatre Masterclass hjá dansaranum og danshöfundinum Chantelle Carey. Tíminn verður í Sporthúsinu kl. 13:30 og verður frítt inn fyrir alla nemendur skólans. Chantelle er margrómaður listamaður, danshöfundur og danskennari, svo enginn dansari má láta þennan tíma framhjá sér fara! Tíminn er ætlaður nemendum 12 ára og eldri, en yngri framhaldsnemendum gefst færi á að taka þátt í samráði við Birnu. Skráning fer fram með því að senda póst á birna@dansskolibb.is. Við hlökkum til að dansa með ykkurog Chantelle þann 7. október í Sporthúsinu!    ...

Sjá nánar

HAUSTÖNN HEFST 11. SEPTEMBER

Posted on 6 Sep, 2017

HAUSTÖNN HEFST 11. SEPTEMBER

Skráðu þig hér!

Sjá nánar

ÆFING FYRIR TÓNLEIKA FRIÐRIKS DÓRS Í HÖRPU 9. SEPTEMBER

Posted on 1 Sep, 2017

ÆFING FYRIR TÓNLEIKA FRIÐRIKS DÓRS Í HÖRPU 9. SEPTEMBER

Nemendur hafa beðið í ofvæni eftir að fá að stíga á stokk með Friðriki Dór í Eldborg í Hörpu 9. september. Í atriðinu fá að taka þátt allir þeir nemendur sem mættu á sumarhátíðina okkar í júní. Dansararnir koma fram á barna- og fjölskyldutónleikum Friðriks Dórs sem hefjast kl. 16. Æfing verður haldin þriðjudaginn 5. september í Sporthúsinu kl. 18:00. Allir þeir nemendur sem mættu á sumarhátíðina og hyggjast taka þátt í atriðinu þurfa að senda póst á birna@dansskolibb.is til þess að staðfesta komu sína.     Við hlökkum til að sjá ykkur – fyrst á æfingu þann 5. september í Sporthúsinu og aftur þann 9. september í Hörpu.   Kauptu miða á tónleikana hér!   Fylgstu með okkur og undirbúningi fyrir tónleikana á Facebook, Instagram og Snapchat undir notendanafninu...

Sjá nánar

SÖNGLEIKJANÁMSKEIÐ

Posted on 28 Aug, 2017

SÖNGLEIKJANÁMSKEIÐ

HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á LEIKLIST, SÖNG OG DANSI? Söngleikjahópur Dansskóla Birnu Björns var stofnaður á vorönn 2017. Aðkoma hópsins að nemendasýningunni Herkúles gekk vonum framar og vakti mikla lukku og athygli. Skólinn hefur því ákveðið að halda söngleikjagleðinni gangandi og bjóða upp á námskeið í sérstökum söngleikjahópum á haustönn 2017. Skipt verður í hópa eftir aldri og boðið verður upp á byrjenda- og framhaldshópa. Námskeiðið verður afar vandað og kennt af færu fagfólki. Gætt verður að því að stilla hópastærðir svo að allir nemendur fái að njóta sín, vaxa og dafna. Aðalkennarar hópanna verða þær Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, leik- og söngkona, og Guðný Ósk Karlsdóttir, dansari og söngkona, en þær stóðu að baki þátttöku söngleikahóps í nemendasýningunni Herkúles í Borgarleikhúsinu í maí 2017. Einnig munu faglærðir gestakennarar úr heimi leikhússins heimsækja hópana og miðla af sinni reynslu. Á haustönn munu allir nemendur taka þátt í kabarettkvöldi þar sem vinum og vandamönnum verður boðið að sjá afrakstur vinnunnar. Einnig verður svo unnið sérstaklega með nemendum söngleikjahópa þegar kemur að því að setja upp stóru nemendasýningu skólans á vorönn 2018. Allir fá að taka einhvern þátt! Komdu og syngdu, dansaðu og leiktu með okkur í...

Sjá nánar