Prufutímar í söngleikjadeild

Posted on 12 Sep, 2018

Prufutímar í söngleikjadeild

Opnir prufutímar í söngleikjadeild verða laugardaginn 15. september sem hér segir:   Í Ásgarði í Garðabæ: Kl. 10:00 – 11:00 – Yngri hópur (fædd 2007 og yngri) Kl. 11:00 – 12:00 – Eldri hópur (fædd 2006 og eldri)   Í Ellingsen húsinu í Vesturbæ: Kl. 12:30 – 13:30 – Yngri hópur (fædd 2007 og yngri) Kl. 13:30 – 14:30 – Eldri hópur (fædd 2006 og eldri)   Við hlökkum til að sjá...

Sjá nánar

FYRSTI DANSTÍMINN

Posted on 10 Sep, 2018

FYRSTI DANSTÍMINN

Við byrjum námskeið á haustönn 2018 í dag, 10. september. Sumir nemendur hafa æft áður, jafnvel í mörg ár, aðrir eru að byrja aftur eftir pásu, og svo eru einhverjir nemendur sem eru að fara í fyrsta danstímann sinn. Hér að neðan eru svör við nokkrum algengum spurningum:         Hvert mæti ég? Kennslustaðir okkar eru: Í Ellingsen húsinu á Granda í Vesturbæ (á 2. hæð í sal Sjúkraþjálfunar Reykjavíkur). Í Sporthúsinu í Kópavogi. Í Ásgarði í Garðabæ (speglasalur á 2. hæð). Í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Í Ingunnarskóla í Grafarholti.   Hvenær á ég að mæta? Stundatöfluna okkar finnur þú með því að smella hér. Nemendur þurfa að mæta stundvíslega skv. stundaskrá.   Í hverju á ég að vera? Nemendur eiga að mæta í þægilegum fötum sem þeim finnst gott að hreyfa sig í og með teygju í hárinu, ef það er sítt. Við dönsum ýmist í skóm, á sokkunum, eða tánum, eftir því sem hentar hverju sinni. Yngri nemendur dansa yfirleitt á tánum, sokkunum, eða tátiljum. Það er gott að mæta tilbúinn í dansfötunum á æfingar, þar sem skiptiaðstaðan er misgóð eftir kennslustöðum. Í tæknitíma er ekki æskilegt að mæta í of víðum fötum, svo kennarar geti fylgst með líkamsbeitingu. Einnig mælum við með að koma með fullan vatnsbrúsa á æfingar.   Hvar skrái ég mig? Skráning fer fram með því að smella hér.   Reglur Reglur Dansskóla Birnu Björns má sjá hér að neðan. Farið verður yfir reglurnar í fyrstu tímunum. 1.     Nemendur mæta í dansfatnaði í danstíma. 2.     Nemendur mæta með hárið í teygju í danstíma. 3.     Nemendur mæta með vatnsbrúsa í danstíma. 4.     Nemendur mæta tímanlega og eru tilbúnir þegar tíminn byrjar. 5.     Ekki er leyfilegt vera með tyggjó í tíma. 6.     Í danstíma er mætingarskylda, láta kennara vita um forföll, veikindi, leyfi og annað. 7.     Nemendur hafa hljóð þegar kennarinn talar. 8.     Nemendum er frjálst að rétta upp hönd og spyrja spurninga. 9.     Nemendur eru duglegir, jákvæðir, vinnusamir og leggja sig fram í danstímum. 10.   Nemendur taka nýjungum opnum huga. 11.    Nemendur leggja sig fram við að hrósa öðrum nemendum. 12.   Ráp er ekki leyfilegt, og ef nemendur þurfa að yfirgefa danssalinn meðan á æfingu stendur þurfa þeir leyfi frá kennara til þess....

Sjá nánar

ÆFÐU MEÐ FLEIRI EN EINUM HÓPI!

Posted on 3 Sep, 2018

ÆFÐU MEÐ FLEIRI EN EINUM HÓPI!

Hjá Dansskóla Birnu Björns er hægt að æfa oftar en tvisvar í viku! Hver hópur æfir skv. stundaskrá tvisvar í viku, í klukkutíma í senn (6-8 ára hópar æfa í 50 mínútur). Hægt er að æfa fjórum sinnum í viku, með tveimur mismunandi hópum, annað hvort á sama eða öðrum kennslustað. Einnig er hægt að bæta við sig aukatímum svo sem tæknitíma og söngleikjadeild.     Verðskrá er eftirfarandi: Æft með 1 hópi, 2x í viku skv. stundaskrá: 44.500 kr. Tæknitími aukalega, 1x í viku skv. stundaskrá: 12.900 kr. Æft með 2 hópum, 4x í viku skv. stundaskrá: 55.000 kr. Æft með 2 hópum og tæknitíma, 5x í viku skv. stundaskrá: 67.800 kr. og frítt á öll workshop Söngleikjadeild: 26.900 kr. Dansþrek í Kópavogi, 2x í viku skv. stundaskrá: 44.500 kr. Dansþrek í Vesturbæ, 1x í viku skv. stundaskrá: 24.900 kr.      ...

Sjá nánar

INNRITUN Á HAUSTÖNN 2018 ER HAFIN

Posted on 13 Aug, 2018

INNRITUN Á HAUSTÖNN 2018 ER HAFIN

Innritun á haustönn 2018 er hafin hér á heimasíðu okkar. Uppfærð stundatafla kemur á síðuna 19. ágúst. Við munum auglýsa sérstaklega allar breytingar sem munu eiga sér stað frá þeirri töflu sem var á vorönn. Kíkið á kynningarmyndband á Facebook síðu okkar með því að smella hér. Vertu með!

Sjá nánar

SUMARNÁMSKEIÐ

Posted on 24 May, 2018

SUMARNÁMSKEIÐ

Sumarnámskeiðið okkar hefst á mánudaginn. Tímatöfluna á sumarnámskeiði má finna með því að smella hér. Sjáumst á sumarnámskeiði!

Sjá nánar

SUMARNÁMSKEIÐ

Posted on 4 May, 2018

SUMARNÁMSKEIÐ

Innritun á sumarnámskeið okkar hefst á morgun, laugardag 5. maí. Kennslustaðir eru Vesturbær, Kópavogur og Garðabær og eru námskeið í boði fyrir börn frá 7 ára aldri. Stundatöfluna má finna á Facebook-síðu okkar með því að smella hér. Kennarar á námskeiðinu verða kynntir í næstu viku.

Sjá nánar