Posted on 7 Jul, 2017

DANA ALEXA – Algengar spurningar

Mánudaginn 17. júlí kemur til okkar góður gestur frá Los Angeles, engin önnur en Dana Alexa. Hún verður með 90 mínútna Masterclass í Sporthúsinu kl. 17:30 – 19:00. Hér finnur þú svar við algengum spurningum varðandi viðburðinn.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á vakajojo@gmail.com – nafn & kennitölu.

 

 

 

 • Hvar og hvenær er tíminn?
  Danstíminn er mánudaginn 17. júlí kl. 17:30 í Sporthúsinu.
 • Hvað er tíminn langur?
  90 mínútur, auk meet & greet á eftir
 • Hvert er aldurstakmarkið?
  Það er ekkert aldurstakmark, en við miðum við 12 ára og eldri sem hafa reynslu af dansi.
 • Er tíminn opinn öllum?
  Já!
 • Hvað kostar inn?
  Það kostar 3500 krónur fyrir nemdendur Dansskóla Birnu Björns (þá sem æfðu á vor- og/eða sumarönn), og 5000 krónur fyrir aðra.
 • Hvernig greiðir maður fyrir tímann?
  Mæta á með aðgangseyrir í peningum á staðinn.
 • Þarf að skrá sig?
  Já, við þurfum að fá skráningar vegna takmarkaðs pláss. Sendið nafn & kennitölu á netfangið vakajojo@gmail.com til þess að skrá ykkur.
 • Hvernig dansstíll verður kenndur?
  Street Jazz – þið getið kynnt ykkur stílinn hennar betur á Youtube-rásinni hennar DanaAlexaDance.
 • Hver er Dana Alexa?
  Dana Alexa fæddist í New York og hefur æft dans frá tveggja ára aldri. Nú er hún þekktur dansari og danshöfundur og býr nú í Los Angeles. Þið getið lesið ykkur meira til um Dana Alexa á heimasíðu hennar, www.danaalexa.com og á Youtube-rásinni hennar DanaAlexaDance.

 

Ekki missa af þessu einstaka tækifæri!