Posted on 3 Jul, 2017

DANA ALEXA MASTERCLASS 17. JÚLÍ

Dansskóli Birnu Björns kynnir – í fyrsta skipti á Íslandi:

DANA ALEXA MASTERCLASS ÞANN 17. JÚLÍ Í SPORTHÚSINU.

Danstíminn er 90 mínútur og þátttakendum er boðið upp á “meet & greet” eftir tímann þar sem þeim gefst tækifæri á að tala við Dana Alexa. Þáttökugjald er 3500 krónur og greiðist í reiðufé við komu.

Dana Alexa er atvinnudansari og -danshöfundur frá Brooklyn í New York en vinnur nú og starfar í Los Angeles. Við gætum ekki verið ánægðari og spenntari að fá þennan frábæra dansara í heimsókn til okkar.

Þetta er einstakt tækifæri sem enginn dansari á Íslandi má láta framhjá sér fara.

 

Skráning er hafin og fer fram með því að senda nafn & kennitölu á vakajojo@gmail.com.