Posted on 16 Nov, 2018

DANSFÁRIÐ 17. NÓVEMBER

Innanskóladanskeppni Dansskóla Birnu Björns, Dansfárið, verður haldin á morgun, laugardaginn 17. nóvember í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði.

Keppnin byrjar kl. 12:00 fyrir aldurshóp 8-12 ára, og kl. 14:00 fyrir aldurshóp 13 ára og eldri.

Aðgangseyrir er 1000 kr., en börn 7 ára og yngri fá frítt inn. Við verðum með posa á staðnum. Takmarkaður sætafjöldi er í boði svo við mælum með að mæta tímanlega.

 

 

Splunkunýr dansfatnaður og aukahlutir, hannaðir af nemendaráði, verða til sölu og nemendaráð stendur einnig fyrir veitingasölu.

Við hlökkum til að sjá ykkur!