Posted on 15 Oct, 2018

DANSFÁRIÐ

Danskeppnin Dansfárið verður haldin laugardaginn 17. nóvember í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði.

Skráning

Skráning er hafin með því að senda póst á birna@dansskolibb.is, þar sem eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:

 • Nafn keppanda (nöfn allra keppanda þurfa að fylgja í hópaflokki)
 • Nafn hóps fyrir hópaflokk
 • Aldur (fæðingarár)
 • Netfang keppanda og/eða forráðamanns

 

Aldursflokkar

Keppt er í fjórum aldursflokkum í hópa- og einstaklingsflokki. Aldursflokkarnir eru:

 • 8-9 ára
 • 10-11 ára
 • 12-14 ára
 • 15 ára og eldri

Allir í hópakeppninni þurfa að skrá hópinn með nafni, sem verður að berast í síðasta lagi daginn fyrir keppni.

 

Lengd atriða

 • 8-9 ára og 10-11 ára einstaklingar: Hámark 80 sekúndur (1 mín & 20 sek).
 • 8-9 ára og 10-11 ára hópar: Hámark 90 sekúndur (1 mín & 30 sek).
 • 12-14 ára og 15 ára og eldri einstaklingar: Hámark 90 sekúndur (1 mín & 30 sek).
 • 12-14 ára og 15 ára og eldri hópar: Hámark 120 sekúndur (2 mín).

 

NÝTT – WORKSHOP – HVERNIG Á AÐ SEMJA DANS?

Sunnudaginn 28. október verður haldið workshop þar sem kynnt verður fyrir nemendum hvernig hægt er að semja dans. Farið verður yfir hvernig dansatriði verður til, þ.á.m. lagaval, uppsetningu atriðis, spor, innblástur o.s.frv. Við hvetjum áhugasama nemendur til þess að nýta sér þetta einstaka tækifæri fyrir danskeppnina!

Nákvæm tímasetning og staðsetning verður auglýst síðar og kynnt í tímum.

 

Lag á keppnisdegi

Allir keppnedur eiga að koma með lagið sitt á USB lykli og verður að merkja lykilinn með límmiða með nafni hópsins eða einstaklingsins. Lagið þarf að vera klippt eins og atriðið endar.

 

Mæting á keppnisdegi

Keppendur 8-9 ára og 10-11 ára mæta kl 10.30 og keppnin hjá þeim hefst kl 12.00. Verðlaunaafhending er áætluð kl 12.50.

Keppendur í 12-14 ára og 15 ára og eldri eiga að mæta kl 13.00 og hefst keppnin þeirra kl 14.15. Áætlað er að keppni ljúki kl 15.30.

 

Keppnisgjald & aðgangseyrir

Keppnisgjald er 2000 kr. á þátttakanda.

Aðgangseyrir á keppnina er 1000 kr. fyrir 8 ára og eldri (frítt fyrir 7 ára og yngri).

 

Fjáröflun

Nemendaráð dansskólans sér um fjáröflun á meðan keppni stendur til styrktar dansferðar erlendis. Þær munu selja dansfatnað, samlokur, sælgæti, drykki o.fl. góðgæti.