Posted on 10 Oct, 2019

DANSFÁRIÐ

Danskeppnin Dansfárið verður haldin laugardaginn 10.nóvember í Bæjarbíói í Hafnarfirði.


Dansfárið er danskeppni innan skólans fyrir nemendur 8 ára og eldri. Keppt er í þremur aldursflokkum bæði í einstaklings- og hópakeppni. Nemendurnir sjá sjálfir um alla þætti sem koma að atriðinu, semja dans, velja tónlist og hanna búninga. Keppnin er þannig frábær leið fyrir nemendur til að fá æfingu í bæði sköpun og tjáningu.


Verðlaun eru í boði og möguleiki að keppa í Dance World Cup með DBB.

Skráning

Skráning er hafin með því að senda póst á gudnyoskkarls@gmail.com, þar sem eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:

  • Nafn keppanda (nöfn allra keppanda þurfa að fylgja í hópaflokki)
  • Aldur (fæðingarár)
  • Netfang keppanda og/eða forráðamanns

Skráningu í Dansfárið stendur til 5. nóvember.

Aldursflokkar

Keppt er í þremur aldursflokkum í hópa- og einstaklingsflokki. Aldursflokkarnir eru:

  • 8-10 ára – (Hámark 80 sek)
  • 11-13 ára – (Hámark 1 og hálf mín 90 sek )
  • 14 ára og eldri – (Hámark 2 mín 120 sek)

Allir í hópakeppninni þurfa að skrá hópinn með nafni, sem verður að berast í síðasta lagi daginn fyrir keppni.

Athugið að aldursflokkar gætu breyst eftir að skráningu lýkur.

Lag á keppnisdegi

Allir keppnedur eiga að koma með lagið sitt á USB lykli og verður að merkja lykilinn með límmiða með nafni hópsins eða einstaklingsins. Lagið þarf að vera klippt eins og atriðið endar.

Keppnisgjald & aðgangseyrir

Keppnisgjald er 1500 kr. á þátttakanda.

Aðgangseyrir á keppnina er 1000 kr. fyrir 8 ára og eldri (frítt fyrir 7 ára og yngri).


Dansfatnaður dansskólans verður til sölu á keppninni!
Hettupeysur : 6000 kr –
Langermabolir, stuttermabolir og hásskólapeysur verða á tilboðsverði. 2500-4500 kr-
Einnig verða stelpurnar sem keppa í undankeppni Dance World Cup með fjáröflun og verða að selja góðgæti í sjoppunni!


Sjáumst í Bæjarbíói!