Posted on 19 Nov, 2018

DANSFERÐARUMSÓKNIR

Síðastliðin sumur höfum við hjá Dansskóla Birnu Björns farið með hóp dansara í 5 daga ferð til London.

Markmið ferðarinnar er að gefa efnilegum og áhugasömum dönsurum tækifæri á að læra af reynslumiklum, erlendum kennurum, kynna fyrir þeim tækifæri í dansi erlendis og að sjálfsögðu að hrista hópinn saman og hafa gaman!

Umsóknir eru opnar fyrir nemendur fædda árið 2005 eða fyrr, og umsóknarfrestur er mánudagur 3. desember. Athugið að takmarkaður fjöldi kemst í ferðina.

 

HVERNIG Á AÐ SÆKJA UM?
1. Hlaðið niður umsóknarskjalinu hér.
2. Fyllið það út
3. Sendið á vakajojo@gmail.com, með “Dansferð 2019” í Subject.

Einnig er í lagi að afrita spurningarnar og senda beint á vakajojo@gmail.com.

Við hlökkum til að fá umsóknir frá ykkur, öllum verður svarað!