Dansnám við Dansskóla Birnu Björns

Dansskólinn býður upp á vandað, markvisst dansnám, og er bæði boðið upp á byrjenda- og framhaldsflokka. Allir kennarar skólans eru vel þjálfaðir, með margra ára reynslu af dansnámi, -kennslu og choreografíu. Kenndir eru ýmsir dansstílar og má þar helst nefna commercial, jazzballet, jazzfunk, söngleikjadans, modern og fleira.

Meðal þess sem nemendur læra má nefna grunntækni, stökk, hringi, samsettar tækniæfingar og dansrútínur ásamt ýmsum dansstílum, en sérstök áhersla er lög á að kynnast sem flestum dansstílum. Einnig er unnið mikið með sviðsframkomu og leikræna tjáningu, en dansgleði og skemmtun er höfð í fyrirrúmi.

Hægt er að æfa tvisvar, þrisvar og fjórum sinnum í viku. Skólinn fær reglulega til sín gestakennara og er þá boðið upp á ‘workshop’ fyrir bæði nemendur og kennara. Allir nemendur skólans taka þátt í glæsilegri nemendasýningu í Borgarleikhúsinu á hverju vori. Í skólanum er jafnframt sýningarhópur sem tekur reglulega þátt í mörgum flottum sýningum á ári hverju.

Grunnhópar

Grunnæfingar og tækni í jazzballett ásamt tækni- og styrktaræfingum ásamt teygjum. Kenndir eru hinir ýmsu dansstílar svo sem jazz, söngleikjadansar, hip-hop, Bollywood og fleira. Mikil áhersla er lögð á sviðsframkomu, leikræna tjáningu og túlkun en aðalmálið er eftir sem áður dansgleðin.

Framhaldshópar

Flóknari samsetningar: æfingar eru meira krefjandi, með aukinni tækni og fela m.a. í sér stökk, spörk og annað sem byggir á liðleika. Meðal dansstíla má nefna jazzballett, contemporary street, hip-hop, söngleikjadansa, Bollywood og fleira.

NÝTT! Við bjóðum einnig upp á kennslu í Horton-tækni sem felur í sér mjög tæknilegar og erfiðar æfingar sem stuðla að því að dansarinn verður mjög músíkalskur og getur tekist á við hvaða dansstíl sem er.

Reglur

Við leggjum mikla áherslu á stundvísi, góða mætingu og ástundun. Það er gott fyrir nemendur vera mættir tímanlega og vera tilbúnir í dansfötum (teygjanleg og þægileg föt) þegar æfingin á að hefjast samkvæmt dagskrá. Dansskólinn verður með hettupeysur boli og buxur til sölu í september.

Ef nemandi missir úr tíma þá er nauðsynlegt að hitta einhvern annan úr hópnum til að fá að sjá samsetningu spora sem sá hinn sami missti af. Í upphafi næsta tíma mun kennari aðeins rifja örstutt upp sporin úr síðasta tíma, en halda síðan áfram þaðan sem frá var horfið.

Mörgum þykir gott að hafa vatnsbrúsa meðferðis á æfingar, og gott er að binda hár í teygju svo það flækist ekki fyrir að óþörfu.