Dansfárið er danskeppni innan skólans og var fyrst haldin árið 2013. Keppt er í þremur aldursflokkum bæði í einstaklings- og hópakeppni. Nemendurnir sjá sjálfir um alla þætti sem koma að atriðinu, semja dans, velja tónlist og hanna búninga. Keppnin er þannig frábær leið fyrir nemendur til að fá æfingu í bæði sköpun og tjáningu. Allir þátttakendur fá viðurkenningaskjal að keppni lokinni og gefin eru verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti í hverjum aldursflokki. Frjálst val er að taka þátt í danskeppninni en frábær þátttaka hefur verið undanfarin ár og keppnin hin glæsilegasta.

 

Vinningshafar í Dansfárinu 2015 í aldursflokknum 13-15 ára

Vinningshafar í Dansfárinu 2015 í aldursflokknum 13-15 ára