Vantar þig uppákomu í gæsun, steggjun, afmæli eða jafnvel brúðkaupi?

Við tökum að okkur dansatriði og danskennslu við hin ýmsu tilefni.

Við skólann starfa margir dansarar og danshöfundar sem hafa árum saman unnið við viðburði á borð við stórtónleika, leiksýningar, árshátíðir o.m.fl. Sem dæmi má nefna tónleika Friðriks Dórs í Hörpu, tónleika Bat out of Hell í Hörpu, Halloween Horror Show í Háskólabíói, leiksýningar í bæði Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og menntaskólaleiksýningum og árshátíðir stórfyrirækjanna Icelandair Group, Íslandsbanka, Nýherja o.m.fl.

Ekki hika við að hafa samband!