Posted on 15 Jun, 2017

Mikilvæg tilkynning vegna sumarhátíðar

Mikilvæg tilkynning vegna sumarhátíðar!

Þeir sem skráðir eru á sumarhátíð greiða á staðnum, 2000 krónur í reiðufé. Enginn posi verður á staðnum. Innifalið í gjaldinu eru tveir danstímar, pizzuveisla, leynigestur og bíósýning á nemendasýningunni.

Aukalega verður hægt að kaupa popp í pokum (300 kr), sódavatn (200 kr) og svala (200 kr) og kók (200 kr), til styrktar dansferðarhóps skólans.

Mæting er kl. 17:30 í Sporthúsið og er mikilvægt að skrá sig (vakajojo@gmail.com) eða á www.facebook.com/dansskolibb, en nú eru aðeins örfá pláss laus.

 

Sumarhátíðin er aðeins fyrir nemendur sem æfðu hjá Dansskóla Birnu Björns í vetur og/eða á sumarnámskeiði.

 

Dagskrá fyrir sumarhátíðina er eftirfarandi:

17:30 – Mæting, skráning og gestir frá happdrættisnúmer

17:45 – Fyrsti danstími hefst, kennari: Eva Dögg

18:30 – Fyrsta danstíma lýkur, pása

18:45 – Annar danstími hefst, kennari: Vaka

19:30 – Öðrum danstíma lýkur

19:30 – Dansferðarhópur sýnir atriði

19:35 – Pizzuveisla

20:00 – Leynigestur

20:15 – Nemendasýningin sýnd á skjávarpa

21:30 – Sumarhátíð lýkur

 

Við hlökkum til að sjá ykkur í sumarskapi!