Posted on 5 Sep, 2019

Prufur fyrir Dance World Cup

Allir nemendur í Dansskóla Birnu Björns á aldrinum 10-25 ára geta sent inn umsókn til þáttöku í Dance World Cup Iceland árið 2020. Dance World Cup er alþjóðleg danskeppni sem haldin er árlega þar sem keppt er í öllum dans tegundum í mismunandi flokkum á öllum aldri. Dansskólinn fór til Portúgal sumarið 2019 og keppti með 5 atriði frá DBB og náði glæsilegum árangri.


Undankeppni Dance World Cup á Íslandi fer fram í Borgarleikhúsinu í janúar 2020 og þar komast atriði áfram sem keppa fyrir Íslands hönd í Róm á Ítalíu sumarið 2020. Tekið er við umsóknum til og með 14.september 2019.


Prufur fara fram í Sporthúsinu 15.september kl 14:30.


Það eru allir beðnir um að skrá sig í prufurnar með því að senda umsókn sem má finna hér á emailið: gudnyoskkarls@gmail.com.


Í prufunum læra nemendur allir sömu rútínu (fer eftir aldri) og fá að dansa í hópum þar sem kennarar DWC horfa á. Æfingar verða gerðar úr horni og einnig gefst nemendum kostur á að fara með frjálsar æfingar úr horni eða úti á gólfi.


Gert er ráð fyrir að þeir sem mæti í inntökuprófið séu með reynslu af dansnámi og séu með góðan grunn. Það er mikilvægt að nemendur geri sér grein fyrir því að þetta krefst aukaæfinga og metnaðar.


Þeir nemendur sem óska eftir að keppa í Song and Dance þurfa að mæta með tilbúið lag sem sýnir raddsvið nemandans. Við mælum með söngleikjalögum og það er leyfilegt að nota undirspil án söngs í prufunni.


Með því að taka þátt í prufum fyrir Dance World Cup þýðir að nemandi og foreldrar samþykki eftirfarandi atriði:
– Aukaæfingar (skyldumæting)
-Æfingar verð á ákveðnum tíma og fær hver keppandi sent út æfingarplan fram að keppni í janúar
– Æfingargjald- 25.000 krónur (ef nemandi keppir í fleiru en1 atriði verður samið um ákveðna upphæð)
– Keppnisgjald DWC
– Búningakostnaður fyrir undankeppnina fellur á nemendur
– Tækniæfingar eru skylda fyrir nemendur sem ætla að keppa í DWC – DBB kennir tækni á 4 kennslustöðum
–  Fimleikaæfingar sem nemendum verður boðið uppá til þess að styrkja ákveðna getu fyrir keppnina
– Ef atriðið kemst síðan uppúr undankeppninni í janúar þarf að gera ráð fyrir ferðakostnaði til Rómar, keppnisgjöldum og æfingargjöldum. Að sjálfsögðu er reynt að halda kostnaði í lágmarki með fjáröflunum og styrkjum.