Posted on 28 Aug, 2017

SÖNGLEIKJANÁMSKEIÐ

HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á LEIKLIST, SÖNG OG DANSI?

Söngleikjahópur Dansskóla Birnu Björns var stofnaður á vorönn 2017. Aðkoma hópsins að nemendasýningunni Herkúles gekk vonum framar og vakti mikla lukku og athygli.

Skólinn hefur því ákveðið að halda söngleikjagleðinni gangandi og bjóða upp á námskeið í sérstökum söngleikjahópum á haustönn 2017. Skipt verður í hópa eftir aldri og boðið verður upp á byrjenda- og framhaldshópa.

Námskeiðið verður afar vandað og kennt af færu fagfólki. Gætt verður að því að stilla hópastærðir svo að allir nemendur fái að njóta sín, vaxa og dafna. Aðalkennarar hópanna verða þær Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, leik- og söngkona, og Guðný Ósk Karlsdóttir, dansari og söngkona, en þær stóðu að baki þátttöku söngleikahóps í nemendasýningunni Herkúles í Borgarleikhúsinu í maí 2017. Einnig munu faglærðir gestakennarar úr heimi leikhússins heimsækja hópana og miðla af sinni reynslu.

Á haustönn munu allir nemendur taka þátt í kabarettkvöldi þar sem vinum og vandamönnum verður boðið að sjá afrakstur vinnunnar. Einnig verður svo unnið sérstaklega með nemendum söngleikjahópa þegar kemur að því að setja upp stóru nemendasýningu skólans á vorönn 2018. Allir fá að taka einhvern þátt!

Komdu og syngdu, dansaðu og leiktu með okkur í vetur!