Posted on 10 Jun, 2017

SUMARHÁTÍÐ FIMMTUDAGINN 15. JÚNÍ

Kæru nemendur, takið frá fimmtudaginn 15. júní!

 

Sumarhátíð Dansskóla Birnu Björns verður haldin með pompi og prakt í Sporthúsinu, fimmtudaginn 15. júní, kl. 17:30 – 21:30. Á sumarhátíðinni verða tveir frábærir danstímar, pizzuveisla og bíósýning á nemendasýningunni okkar. Nemendaráð og dansferðarhópur skólans standa svo fyrir sölu á drykkjum og poppi.

Auk þessa mætir leynigestur á hátíðina og mun hafa skemmtilegar fréttir að færa fyrir alla þá sem mæta á sumarhátíðina.

Árni Beinteinn mætir með myndavélina og mun taka upp dansana sem kenndir verða. Nemendur sem mæta á sumarhátíð eiga svo möguleika á að vera valdir í sérstakt sumardansmyndband sem verður tekið upp í júlí.

Allir nemendur fá númer til þess að taka þátt í happdrætti þar sem vinningshafar vinna dansfatnað.

Aðgangseyrir er 2000 krónur, og er til styrktar dansferðarhópi skólans, sem fer út til London í dansferð í ágúst.

 

Sumarhátíðin er opin öllum nemendum sem æfðu hjá Dansskólanum s.l. vetur og/eða á sumarnámskeiði.

 

Skráning á sumarhátíðina fer fram með því að senda nafn og kennitölu nemenda í pósti á netfangið vakajojo@gmail.com eða með því að senda okkur skilaboð á Like-síðu dansskólans á Facebook.