Posted on 28 Apr, 2019

Sumarnámskeið 2019

Sumarnámskeið hjá Dansskóla Birnu Björns hefjast mánudaginn 27. maí og standa yfir í 4 vikur. Að þessu sinni bjóðum við upp á þrjú mismunandi námskeið, dansnámskeið, söngleikjanámskeið og skapandi sumarnámskeið.

Dansnámskeið – 27. maí – 21. júní
Dansnámskeiðið okkar verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, þar sem kennt verður 2x í viku (jazz, lyrical & commercial) í klukkutíma í senn. Auk þess sem hægt er að bæta við sig tæknitímum á föstudögum og vera þá 3x í viku. Dansnámskeið eru fyrir krakka á aldrinum:
– 7-9 ára
– 10-12 ára
– 13+ ára

Kennslustaðir eru:
– Vesturbær
– Kópavogur
– Garðabær

Verð fyrir fjögurra vikna námskeið:
– 25.900 kr, 2x í viku
– 30.000 kr, 3x í viku

Söngleikjanámskeið – 27. maí – 21. júní
Söngleikjanámskeið er nýjung á sumarnámskeiði, en verður með svipuðu sniði og söngleikjadeild á haust- og vorönn. Söngleikjanámskeiðin hafa vægast sagt slegið í gegn síðustu ár og ætlum við að bjóða uppá 4 vikna sumarnámskeið í Musical Theatre. Faglærðir kennarar í söng, leiklist og dansi og hver tími verður 90 mínútur, kennt einu sinni i viku.

Áherslur eru lagðar á:
– Sviðsframkoma
– Leiklist
– Söngur
– Dans
– Danssmíði
– Myndbandsgerð
– Búningahönnun
– Leikhúsförðun og -hár

Söngleikjanámskeið eru fyrir krakka á aldrinum:
– 7-9 ára
– 10-12 ára
– 13+ ára

Kennslustaðir eru:
– Vesturbær
– Garðabær

Verð fyrir fjögurra vikna námskeið:
– 28.900 kr, 1x í viku (90 mínútur)

NÝTT – Skapandi sumarnámskeið – 10. – 14. júní (GRB) & 18. – 22. júní (VSB)
Skapandi sumarnámskeið er nýtt einnar viku námskeið á vegum Dansskóla Birnu Björns sem komið hefur verið á fót vegna fjölda fyrirspurna. Markmið námskeiðisins er að nemendur fái að njóta sín í skapandi starfi. Dansgleði, tónlist og útivist. Mismunandi vinnusmiðjur þar sem sköpun hjá hverjum og einum fær að njóta sín.

Kennt verður 4 daga í viku, klukkan 13:00 – 16:00.

Áherslur eru lagðar á:
– Dans
– Danssmíði
– Leiklist
– Söngur
– Tónlist
– Spuni
– Myndbandsgerð
– Búningahönnun  
– Hár og förðun
– Útivist
– Vettvangsferð

Skapandi sumarnámskeið eru fyrir krakka á aldrinum:
– 8-12 ára

Kennslustaðir eru:
– Garðabær – Ásgarður, vikuna 10.-14. júní
– Vesturbær – Dansverkstæðið Hjarðarhaga, vikuna 18.-22. júní

Verð fyrir eina viku í listasmiðju
– 39.900 kr, 4x í viku (3 klst í senn)

Verð fyrir eina viku í listasmiðju og fjögurra vikna dansnámskeið er: 49.900 kr.