SUMARNÁMSKEIÐ 2.JÚNÍ – Innritun hefst 11.05 kl. 17.

JAZZ – LYRICAL – COMMERICAL – MUSICAL THEATRE

Dansnámskeiðin okkar verða fjölbreytt þar sem nemendur fá að kynnast mismunandi dansstílum og danskennurum. Tæknitímarnir okkar verða einnig á sínum stað! Sumarnámskeiðin slá alltaf í gegn og við hlökkum til að dansa með ykkur í sumar. 

NÝTT VEGNA FJÖLDA FYRIRSPURNA – SKAPANDI SUMARNÁMSKEIÐ

Markmið námskeiðisins er að nemendur fái að njóta sín í skapandi starfi. Dansgleði, tónlist og útivist. Mismunandi vinnusmiðjur þar sem sköpun hjá hverjum og einum fær að njóta sín. 

Kennslustaður: Dansverkstæðið, Hjarðarhaga & Ásgarði, Garðabær
Kennari: Guðný Ósk Karlsdóttir

Guðný Ósk hefur starfað sem danskennari í 8 ár og starfar nú sem aðstoðarskólastjóri Dansskólans ásamt því að kenna dans og hefur einnig starfað við söngleikjadeild dansskólans frá upphafi. Hún útskrifaðist með BA í skapandi tónlistarmiðlun frá LHÍ 2018 og stundar nú mastersnám í sviðslistum við listkennsludeild LHÍ.

Áherslur:
Dans
Danssmíði
Söngur
Tónlist
Spuni
Leiklist
Myndbandsgerð
Búningahönnun
Hár og förðun
Útivist

TAKMARKAÐ PLÁSS

Dagsetningar námskeiða:

Kennt: 09:00-12:00 (ein nestispása)

Dansverkstæðið, Hjarðarhaga
8-11. júní / 11-13 ára
29. júní – 2. júlí / 8-10 ára

Ásgarði, Garðabær
15-19. júní (frí 17.júní) / 11-13 ára
22-25. júní / 8-10 ára 

SÖNGLEIKJANÁMSKEIÐ

Söngleikjanámskeiðin hafa vægast sagt slegið í gegn síðustu ár og ætlum við að bjóða uppá 4 vikna sumarnámskeið í Musical Theatre. Faglærðir kennarar í söng, leiklist og dansi og hver tími verður 90 mínútur kennt einu sinni i viku. 

Áherslur: 
Leiklist
Sviðsframkoma
Leiklist
Söngur
Dans

Verðskrá fyrir öll sumarnámskeið : 

Dansnámskeið (2x í viku) 24.900 

Dansnámskeið + tæknitímar (3x í viku) = 29.900

Söngleikjanámskeið (1x í viku 90 mín) = 23.900

Skapandi námskeið  = 27.900

Skapandi námskeið + dansnámskeið = 39.900

Dansnámskeið + tækni + söngleikjadeild = 42.900

Öll námskeið = 49.900