Posted on 19 May, 2021

SUMARNÁMSKEIÐ

SUMARNÁMSKEIÐ DANSSKÓLA BIRNU BJÖRNS  31.MAÍ – 25.JÚNÍ 

DANSNÁMSKEIÐ / 4.VIKUR

JAZZ – LYRICAL – COMMERICAL – MUSICAL THEATRE – TÆKNI

Dansnámskeiðin okkar verða á sínum stað í sumar en þau slá alltaf rækilega í gegn. Boðið verður upp á dansnámskeið fyrir alla aldurshópa. Danskennsla verður tvisvar í viku og tækni tímar verða einu sinni í viku. Einnig verða tæknitímar einu sinni í viku í Kópavogi og Vesturbæ. 

Verðskrá fyrir öll sumarnámskeið 2021: 

Dansnámskeið (2x í viku)  22.900 
Dansnámskeið + tæknitímar (3x í viku) =  25.900
Skapandi námskeið = 28.900 
Skapandi námskeið + dansnámskeið = 38.900 
Öll námskeið (dans, tækni og skapandi námskeið) = 40.900  
Æfingarferð fyrir 11+ /  28.júní-1.júlí = 48.000 


NÝTT VEGNA FJÖLDA FYRIRSPURNA
SKAPANDI SUMARNÁMSKEIÐ

Markmið námskeiðisins er að nemendur fái að njóta sín í skapandi starfi. Dansgleði, tónlist, tjáning og útivist. Mismunandi vinnusmiðjur þar sem sköpun hjá hverjum og einum fær að njóta sín. Kennslustaður : Sjúkraþjálfun Reykjavíkur, Grandi & Ingunnarskóli, Grafarholt.
Kennari : Guðný Ósk Karlsdóttir

Guðný Ósk hefur starfað sem danskennari í 8 ár og starfar sem aðstoðarskólastjóri Dansskólans. Hún útskrifaðist með BA í skapandi tónlistarmiðlun frá LHÍ 2018 og er að ljúka við mastersnám í sviðslistum við listkennsludeild LHÍ vorið 2021.

Áherslur á námskeiði verða : 

Dans
Danssmíði

Söngur
Tónlist
Spuni
Leiklist og framkoma

Myndbandsgerð 
Hár og förðun 
Útivist
 

TAKMARKAÐ PLÁSS

Dagsetningar skapandi námskeiða:

VESTURBÆR 

MÁN – FIM / VIKAN 21. – 24. júní
08:30 – 12:30 /  8-11 ára 
13:00 – 17:00 / 12-15 ára 
Sjúkraþjálfun Reykjavíkur, Grandi & Dansverkstæðið Hjarðarhaga

FÖS, MÁN – MIÐ / VIKAN 11., 14. – 16. júní 
08:30 – 12:30 / 10-13 ára 
Ingunnarskóli, Grafarholt (hægt að hafa samband ef það er áhugi á öðrum aldurshópi)


Hafið endilega samband við gudnyosk@dansskolibb.is ef þið eruð með spurningar varðandi skapandi sumarnámskeið

STUNDATAFLA Á DANSNÁMSKEIÐI