Posted on 12 May, 2017

TAKK FYRIR FRÁBÆRA NEMENDASÝNINGU!

Þann 6. maí héldum við glæsilega nemendasýningu dansskólans á stóra sviði Borgarleikhússins þar sem þemað var Herkúles. Haldnar voru þrjár sýningar fyrir stútfullum sal og gengu þær eins og í sögu þar sem gleði og árangur nemenda skein í gegn.

Fyrsti söngleikjahópur skólans leiddi sýninguna áfram undir leikstjórn Hreindísar Ylvu Garðarsdóttur Holm og söngkonan Erna Hrönn kenndi söng.

TAKK kærlega fyrir komuna kæru gestir!

 

Myndir frá sýningunni munu koma inn á Facebook-síðu okkar á allra næstu dögum.

 

Önninni er nú lokið en við hefjum 4 vikna sumarnámskeið í lok maí. Innritun hefst í vikunni.