HAUSTÖNN HEFST 8. SEPTEMBER!

Markvisst, vandað og fjölbreytt dansnám!

Skráning

KAYLEIGH DETTMER

GESTAKENNARI FRÁ LONDON

WORKSHOP

Við erum ekkert smá ánægð að fá Kayleigh til okkar frá London. Hún verður með workshop helgina 11. og 12. október þar sem dansarar úr öllum áttum eru velkomnir. Kayleigh er frábær og reynslumikill kennari og við hvetjum ykkur eindregið til að grípa tækifærið!

Kennsla fer fram á Dansverkstæðinu, Hjarðarhaga 47, Reykjavík.

12 ára og yngri / laugardagur 11. október kl. 13:00-14:15

13 ára og eldri / laugardagur 11. október kl. 14:30-17:00

17 ára og eldri / sunnudagur 12. október kl. 14:30-17:30

Aldursskiptingin er bara viðmið, en dansþyrstir nemendur mega að sjálfsögðu skrá sig í fleiri en einn tíma og þá má hafa samband við Önnu Völu!

Fyrirspurnir: annavala@dansskolibb.is

Kayleigh Dettmer er dansari búsett í London, með margra ára reynslu í listageiranum. Hún hefur starfað á alþjóðavettvangi sem kennari, danshöfundur og movement director. Meðal verkefna hennar má nefna Warner Bros World í Abu Dhabi, opnunarhátíð ICC Cricket World Cup í Dallas, sýningar fyrir skemmtiferðaskip, aðstoðarleikstjórn fyrir Alan Harding og margt fleira.

Dans, list og sköpun leiðir Kayleigh víða um heim og auk þess heldur hún úti vikulegum tímum hjá dansstúdíóinu BASE í London.

Hennar einkunnarorð eru ‘Let’s Make Magic!’ og telur þau eiga við í hvaða skapandi rými sem er, af öllum stærðum og gerðum.

Kayleigh hlakkar mikið til að dansa með ykkur öllum og getur ekki beðið eftir að deila dansgólfinu með ykkur og skapa minningar í gegnum dans og hreyfingu!

Skráning er hafin - tryggið ykkur pláss!

Skráning

Danstímar fyrir aldursflokka 3 ára og eldri þar sem kenndir eru ýmsir dansstílar, má þar helst nefna commercial, jazz, lyrical, contemporary, musical theatre og show dance.

Hver danshópur æfir 2x í viku.

Tæknitímar eru 1x í viku.

Barnadansar eru 1x í viku.

Dansdeild

Nánar um dansdeild

Fyrir nemendur sem eru með fjölbreytt áhugasvið í sviðslistum og vilja ná framförum í leiklist, dansi, söng, tjáningu og framkomu.

Yngri hópar söngleikjadeildar æfa 1x í viku.

Mið og eldri hópar söngleikjadeildar æfa 2x í viku.

Söngleikjadeild

Nánar um söngleikjadeild

Dansskólinn býður upp á markvisst, vandað og fjölbreytt dansnám. Allir kennarar skólans eru vel þjálfaðir, með margra ára reynslu af dansnámi, kennslu og kóreógrafíu. Metnaðarfullt, jákvætt og hvetjandi umhverfi.

Haustönn 2025 hefst 8. september og innritun er hafin. Fyrsta vikan er ókeypis prufuvika. Við tökum vel á móti öllum byrjendum og framhaldsnemendum!

Garðabær - Kópavogur - Vesturbær - Bíldshöfði

  • Barnadansar

    Skapandi tímar þar sem lögð er áhersla á tjáningu, dans og söng. Markmiðið er að efla hreyfiþroska barnsins ásamt því að virkja ímyndunaraflið. Rík áhersla á fjölbreytta tíma þar sem börn á aldrinum 3-5 ára geta notið sín.

  • Tæknitímar

    Við bjóðum upp á tæknitíma bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Lögð er áhersla á teygjur, styrk, stökk, hringi og rútínur.

  • Valtímar

    Valtímar hjá Baldvin Alan þar sem nemendur kynnast mismunandi dansstílum og hvernig það er að vera dansari í bransanum. Nútímadans, spuni, prufutækni, show dance og fleira.

  • Einkatímar í söng

    Einkatímar í söng þar sem nemendur fá tíma hjá faglærðum kennurum. Nemendur læra söngtækni, raddbeitingu og að túlka sönglög. Taktu sönginn á næsta stig og skráðu þig á heidaolafsd@gmail.com.

  • 18+

    Skemmtilegir danstímar fyrir 18 ára og eldri í frábærum félagsskap með góðri tónlist. Commercial, hælar og margt fleira.

  • 30+

    Fjörugir, skemmtilegir & krefjandi tímar í góðum félagsskap fyrir 30 ára og eldri. Dansþrek, dívujazz, teygjur & margt fleira.

  • Commercial

    Commercial er blanda af mörgum dansstílum og er vinsæll dansstíll um allan heim. Commercial tímar eru gjarnan kenndir í eldri hópum dansskólans og slá alltaf í gegn.

  • Jazz

    Jazzgrunnur er notaður í öllum okkar danstímum. Vinsælar tækniæfingar, styrkur, sviðsframkoma, hornæfingar og jazzdans.

  • Lyrical

    Lyrical dansar eru samsettir af jazz og ballett tækni þar sem lögð er áhersla á að túlka tónlistina hverju sinni sem og texta. Lyrical stíllinn er kenndur í almennum hópum sem og tæknitímum.

  • Contemporary

    Contemporary er tilvalinn dansstíll til að bæta danstækni og ná hröðum framförum. Áhersla er lögð á floorwork, flæði, snerpu, spuna og margt fleira.

  • Musical Theatre

    Skemmtilegir og fjörugir tímar þar sem kenndir eru söngleikjadansar. Frábær æfing í sjálfsöryggi, sviðsframkomu og útgeislun.

  • Show Dance

    Fjölbreyttir sýningardansar sem búnir eru til fyrir sýningar og aðra viðburði á vegum danssskólans.