Bókaðu danskennslu!

Vantar þig uppákomu í gæsun, steggjun, afmæli eða jafnvel brúðkaupi?

Við tökum að okkur dansatriði og danskennslu við hin ýmsu tilefni.

Við skólann starfa margir dansarar og danshöfundar sem hafa árum saman unnið við viðburði á borð við stórtónleika, leiksýningar, árshátíðir o.m.fl. Sem dæmi má nefna tónleika Friðriks Dórs í Hörpu, tónleika Bat out of Hell í Hörpu, Halloween Horror Show í Háskólabíói, leiksýningar í bæði Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og menntaskólaleiksýningum og árshátíðir stórfyrirækjanna Icelandair Group, Íslandsbanka, Nýherja o.m.fl.

Ekki hika við að hafa samband!

 

Read More

Alltaf mikið um að vera

Hjá okkur er alltaf eitthvað um að vera. Kennarar hafa reglulega þema-dansæfingar, svo eru smærri sem og stærri sýningar yfir árið, stór danskeppni og utanlandsferð! Fylgstu vel með viðburðadagatalinu okkar svo þú sért örugglega með puttann á púlsinum.

Read More

Við erum nálægt þér!

Dansskóli Birnu Björns leggur metnað í að bjóða nemendum uppá danskennslu nærri þér, til að auðvelda nemendum og foreldrum ástundun dansnámsins. Okkur er að finna á 5 stöðum á höfuðborgarsvæðinu:

Vesturbær: Ellingsenhúsið, Fiskislóð 1
Kópavogur: Sporthúsið, Dalsmára 1
Garðabær: Íþróttahúsið við Ásgarð
Hafnarfjörður: Íþróttahúsið við Strandgötu
Grafarholt: Ingunnarskóli

Smelltu hérna til að sjá nánar um kennslustaðina.

Read More

Komdu og lærðu nýja og flotta dansa hjá frábærum kennurum!

Skráðu þig!