Leiksýningin um barnfóstruna ástkæru Mary Poppins er klárlega einhver stórkostlegasta söngleikjasýning sem sést hefur á fjölum Borgarleikhússins fyrr og síðar. Vegna mikillar eftirspurnar munum við frá og með næstu önn bjóða upp á kennslu í Mary Poppins-dönsum!

Nýtt spennandi dansár hefst 6. janúar

Getum bætt við okkur nokkrum nýjum nemendum

Komdu og vertu með - við verðum með nemendasýningar þann 10. mars og skemmtilegt workshop í apríl!

Meðal þess sem kennt er við Dansskóla Birnu Björns er jazzballett, street, hiphop, musical, break, contemporary og Bollywood-dansar! Þetta er ekki tæmandi upptalning, og haustið 2013 bætum við um betur og verðum með miklar nýjungar í kennslu.

Markvisst vandað dansnám frá 5 ára aldri: byrjendur, framhald og sýningarflokkur. Haustið 2013 hófum við einnig að bjóða upp á modern / Horton-tækni: tæknilega og krefjandi tíma.

Hikaðu ekki við að senda okkur tölvupóst (birna@dansskolibb.is) eða hringja í síma (+354) 694 5355.

Dansfárið 2013!

Fyrsta danskeppnin innan skólans haldin í vor

Árið 2013 verður haldin fyrsta danskeppnin innan Dansskóla Birnu Björns og er ætlunin sú að keppnin muni festast í sessi sem árlegur viðburður hér eftir. Keppnin hefur hlotið heitið Dansfár og geta nemendur keppt bæði í einstaklings- og hópakeppni.

Nánari upplýsingar um Dansfár...

Jazz, funk, break, söngleikjadans, modern, hiphop, freestyle, Bollywood!

Kennslustaðir: Reykjavík (Árbæ og Vesturbæ), Hafnarfjörður, Garðabær og Kópavogur.

Byrjenda- og framhaldshópar, sýningaflokkur, danskeppni, danssýningar, dansworkshop og dansferðir.

Hjá okkur lærir þú markvissa og vandaða dansþjálfun hjá kennurum og danshöfundum með mikla reynslu.

NÝTT: Modern jazztímar fyrir lengra komna! Krefjandi tímar fyrir sterka dansara.
NÝTT: Jazzleikskóli fyrir 4-5 ára.


Dansskóli Birnu Björnsdóttur hefur verið starfræktur frá árinu 1995. Í náminu er mikil áhersla lögð á markvissa dansþjálfun þar sem framkoma, leikræn tjáning og túlkun eru í fyrirrúmi. Kenndir eru fjölbreyttir dansstílar, svo sem jazz, street jazz, contemporary, söngleikjadansar, hip-hop og break-dansar.

Tímar eru uppbyggðir með góðum tækniæfningum, teygjum, alhliða líkamsþjálfun, hornæfingum og choreografíu. Hér getur þú lesið nánar um dansnámið, reglur og fyrirkomulag.

Árbær kominn á kortið!

Kennslustaðir eru nú 5 talsins

Fyrir utan að bæta við okkur kennslustað í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði, verðum við líka með kennslu í sal við Selásveg í Árbænum. Góðar fréttir fyrir dansglaða Árbæinga!

Dansað í Gaflaraleikhúsinu

Hafnfirðingar dansa í heimabyggð

Í haust bætist við glænýr kennslustaður í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði, en þess fyrir utan eru kennslustaðir okkar í Reykjavík (Héðinshúsinu og Árbæ), Kópavogi (Sporthúsinu) og Garðabæ (Ásgarði).

Ólöf Helga Gunnarsdóttir

Ólöf Helga snýr aftur og verður með okkur í vetur!

Við erum hæstánægð að fá Ólöfu aftur til liðs við okkur, en á hún æfði jazzballett og freestyle árum saman hjá Birnu Björns og varð síðar sexfaldur Íslandsmeistari í freestyle!

Hún kenndi síðar við dansskólann, lærði við Listdansskólann og hjá Alvin Ailey í New York. Nú er hún komin aftur, og þú getur fengið tækifæri til að læra hjá henni!

Fleiri danskennarar...