SUMARNÁMSKEIÐ HEFJAST 3. JÚNÍ.

Boðið er upp á bæði 4ra og 5 vikna löng námskeið þar sem kennt er í Sporthúsinu Kópavogi. Aldurshópar: 6 til 9 ára, 10 til 12 ára, 13 til 15 ára og 16 plús.

Komdu og vertu með okkur í dansformi í sumar og lærðu nýja og flotta dansa hjá frábærum kennurum.

Innritun er hafin! Sendið tölvupóst á (birna@dansskolibb.is) eða hringið í síma 694 5355.

Dansskóli Birnu Björnsdóttur hefur verið starfræktur frá árinu 1995. Í náminu er mikil áhersla lögð á markvissa dansþjálfun þar sem framkoma, leikræn tjáning og túlkun eru í fyrirrúmi. Kenndir eru fjölbreyttir dansstílar, svo sem jazz, street jazz, contemporary, söngleikjadansar, hip-hop og break-dansar.

Tímar eru uppbyggðir með góðum tækniæfningum, teygjum, alhliða líkamsþjálfun, hornæfingum og choreografíu. Hér getur þú lesið nánar um dansnámið, reglur og fyrirkomulag.

Sumarnámskeið hjá Dansskóla Birnu Björns

Dansfárið 2013!

Fyrsta danskeppnin innan skólans haldin í vor

Árið 2013 verður haldin fyrsta danskeppnin innan Dansskóla Birnu Björns og er ætlunin sú að keppnin muni festast í sessi sem árlegur viðburður hér eftir. Keppnin hefur hlotið heitið Dansfár og geta nemendur keppt bæði í einstaklings- og hópakeppni.

Nánari upplýsingar um Dansfár...

Árbær kominn á kortið!

Kennslustaðir eru nú 5 talsins

Fyrir utan að bæta við okkur kennslustað í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði, verðum við líka með kennslu í sal við Selásveg í Árbænum. Góðar fréttir fyrir dansglaða Árbæinga!

Dansað í Gaflaraleikhúsinu

Hafnfirðingar dansa í heimabyggð

Í haust bætist við glænýr kennslustaður í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði, en þess fyrir utan eru kennslustaðir okkar í Reykjavík (Héðinshúsinu og Árbæ), Kópavogi (Sporthúsinu) og Garðabæ (Ásgarði).

Ólöf Helga Gunnarsdóttir

Ólöf Helga snýr aftur og verður með okkur í vetur!

Við erum hæstánægð að fá Ólöfu aftur til liðs við okkur, en á hún æfði jazzballett og freestyle árum saman hjá Birnu Björns og varð síðar sexfaldur Íslandsmeistari í freestyle!

Hún kenndi síðar við dansskólann, lærði við Listdansskólann og hjá Alvin Ailey í New York. Nú er hún komin aftur, og þú getur fengið tækifæri til að læra hjá henni!

Fleiri danskennarar...

Leiksýningin um barnfóstruna ástkæru Mary Poppins er klárlega einhver stórkostlegasta söngleikjasýning sem sést hefur á fjölum Borgarleikhússins fyrr og síðar. Vegna mikillar eftirspurnar munum við frá og með næstu önn bjóða upp á kennslu í Mary Poppins-dönsum!

Jazz, funk, break, söngleikjadans, modern, hiphop, freestyle, Bollywood!

Kennslustaðir: Reykjavík (Árbæ og Vesturbæ), Hafnarfjörður, Garðabær og Kópavogur.

Byrjenda- og framhaldshópar, sýningaflokkur, danskeppni, danssýningar, dansworkshop og dansferðir.

Hjá okkur lærir þú markvissa og vandaða dansþjálfun hjá kennurum og danshöfundum með mikla reynslu.

NÝTT: Modern jazztímar fyrir lengra komna! Krefjandi tímar fyrir sterka dansara.
NÝTT: Jazzleikskóli fyrir 4-5 ára.