Dansskólinn

Dansskólinn býður upp á markvisst, vandað og fjölbreytt dansnám. Allir kennarar skólans eru vel þjálfaðir, með margra ára reynslu af dansnámi, kennslu og kóreógrafíu. Kenndir eru ýmsir dansstílar, má þar helst nefna commercial, jazz, lyrical, contemporary og musical theatre.

Meðal þess sem nemendur læra má nefna grunntækni, stökk, hringi, samsettar tækniæfingar og dansrútínur, en sérstök áhersla er lög á að nemendur kynnist sem flestum dansstílum. Einnig er unnið mikið með sviðsframkomu og leikræna tjáningu, en dansgleði og skemmtun er höfð í fyrirrúmi. Við leggjum ríka áherslu á að nemendum líði vel í skólanum og að það sé búið til andrúmsloft þar sem allir fá að njóta sín og ná markmiðum sínum.

Hægt er að velja hversu oft í viku nemandi æfir, en hver danshópur æfir 2x í viku og söngleikjadeild æfir 1x í viku. Í boði er að bæta við sig tæknitímum og/eða valtímum. Skólinn fær reglulega til sín gestakennara og er þá boðið upp á workshop fyrir bæði nemendur og kennara. Allir nemendur skólans taka þátt í glæsilegri nemendasýningu í Borgarleikhúsinu á hverju vori. Í skólanum er jafnframt sýningarhópur sem tekur reglulega þátt í mörgum flottum sýningum.

Við mælum með að kynna sér það sem við bjóðum upp á og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Kennslustaðir

Garðabær – Ásgarður

Kópavogur – Sporthúsið

Vesturbær – Fiskislóð 1 Grandi
Vesturbær – Dansverkstæðið Hjarðarhaga

Grafarholt - Ingunnarskóli